Árangur verkalýðsbaráttu að engu gerður
Er lausnin við skorti á hjúkrunarfræðingum að reka hluta þeirra og ráða útlendinga á lægri launum? Einhvernveginn hefði ég haldið að það væri nær að ráða sæg útlendinga á fullum launum til að bæta úr starfsmannaskortinum og reyna svo að hækka laun allra, auk þess að breyta vöktum og hverju því sem veldur því að Landspítalanum-háskólasjúkrahúsi helst ekki á starfsfólki. Útlenskar hjúkrunarfræðingar ættu allsekki að vera á lægri launum en íslenskar, ekki frekar en annað innflutt vinnuafl.
Til hvers var verkalýðsbarátta 20. aldar, barátta foreldra okkar og ömmu og afa, verkföll og milljón fundir með vinnuveitendum ef það á að kasta öllu því sem áður vannst, ráða fólk á verktakalaunum án veikindaréttinda eða launaðra sumarleyfa, og helst á lægri launum en íslenskt fólk getur sætt sig við og lifað af?
Þetta virðist gegnumgangandi í íslensku samfélagi, alltfrá uppsögnum hjá Flugleiðum (til að ráða erlendar áhafnir geri ég ráð fyrir) til hjúkrunarfræðinga. Restina á svo bara að einkavæða: leyfa fyrirtækjum að reka eigin leikskóla (börnin lenda laglega í súpunni verði foreldrum þeirra sagt um störfum hjá góða fyrirtækinu), einkavæða heilbrigðiskerfið og svo framvegis og framvegis.
Get ég fengið velferðarsamfélagið aftur, takk. Það virðist einhver hafa lagt það til hliðar og gleymt hvað það var mikilvægt.
Til hvers var verkalýðsbarátta 20. aldar, barátta foreldra okkar og ömmu og afa, verkföll og milljón fundir með vinnuveitendum ef það á að kasta öllu því sem áður vannst, ráða fólk á verktakalaunum án veikindaréttinda eða launaðra sumarleyfa, og helst á lægri launum en íslenskt fólk getur sætt sig við og lifað af?
Þetta virðist gegnumgangandi í íslensku samfélagi, alltfrá uppsögnum hjá Flugleiðum (til að ráða erlendar áhafnir geri ég ráð fyrir) til hjúkrunarfræðinga. Restina á svo bara að einkavæða: leyfa fyrirtækjum að reka eigin leikskóla (börnin lenda laglega í súpunni verði foreldrum þeirra sagt um störfum hjá góða fyrirtækinu), einkavæða heilbrigðiskerfið og svo framvegis og framvegis.
Get ég fengið velferðarsamfélagið aftur, takk. Það virðist einhver hafa lagt það til hliðar og gleymt hvað það var mikilvægt.
Efnisorð: frjálshyggja, Verkalýður
<< Home