Olíuhreinsistöð í Dýrafirði - nei, takk
Í hvert sinn sem ég las greinar sem skrifaðar voru til að gagnrýna Kárahnjúkavirkjun eða álverið á Reyðarfirði – og öll hin álverin sem til stendur að reisa eða stækka – þá jókst sú tilfinning mín að ég hefði á réttu að standa að vera á móti stóriðju- og virkjun áa í þágu stóriðju. Mér óx ásmegin að lesa rök þeirra sem voru sammála mér og hámarki náði sælan þegar ég las Draumaland Andra Snæs Magnasonar, en honum tókst öðrum betur að setja mál sitt fram á skiljanlegan hátt (hann las allar óskiljanlegu skýrslurnar, sem enginn hafði nennt að þræla sér í gegnum, og þýddi þær yfir á mannamál) auk þess að vera meinfyndinn á köflum. Mér leið soldið eins og þegar ég fór að lesa bækur og greinar eftir feminista: hér var búið að setja á blað það sem ég hafði lengi haft á tilfinningunni en ekki haft kunnáttu til að koma orðum að.
Nú var ég að lesa grein Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings á vefriti Strandamanna (strandir.is) um fyrirhugaða olíuhreinsistöð í Dýrafirði sem vekur með mér þessa tilfinningu. Hún er full tæknileg á köflum en mér finnst hún samt góð og að flestir fletir málsins séu reyfaðir. Höfundur er ekki með stórar yfirlýsingar – né reynir hann að vera hnyttinn – og segir t.d. ekkert um hve mikið óráð og rugl sé að ætla að halda áfram að níðast á náttúrunni, menga og spilla, þrátt fyrir eindreginn vilja stórs hluta landsmanna til að hætta að mylja undir erlend stórgróðafyrirtæki og innlendar starfsmannaleigur og aðra þá sem sjá sér hag í að selja náttúru Íslands og skerða lífsgæði allra íbúanna (manna og dýra) í kjölfarið. - Hvaða snillingar eru það sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að það að stór hluti þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu (þ.e.a.s. þeir sem máttu kjósa, en það máttu t.d. Garðbæingar, Kópavogsbúar og Reykvíkingar ekki) hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík en þá sé bara allt í lagi að byggja nýtt á Keilisnesi eða við Þorlákshöfn? Eða að öll mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun tákni að það sé í lagi að virkja Þjórsá allt niður að ósum? Og þetta með olíuhreinsistöðina hljómar eins og hverjir aðrir olíufurstaórar. Hvað höfum við ekki oft heyrt um skip, drekkhlaðin olíu, sem hlekkist á og olían flæðir um allt og mengar (og drepur sjófugl) allar strendur á stóru svæði? Eins og kemur fram í greininni, sem ég birti valda kafla, þá fara fram mikið af olíuflutningum allt í kringum Ísland, en munurinn á þeim og því að sigla með olíu inn Dýrafjörðinn er sá að annað er stórt hafsvæði (olíumengunin myndi dreifast meira og hafa vonandi minni áhrif en ef hún væri staðbundin) en hitt er lokaður, afmarkaður staður þar sem allt yrði undirlagt ef slys yrði.
En hér eru semsagt meginatriði greinarinnar, sem annars má lesa í heild hér. Ég hef fellt út vísanir í myndir umyrðalaust en reyni að gefa til kynna hvenær ég hef klippt annað efni burt.
Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva – samantekt vegna hugmynda um olíuhreinsistöð í Dýrafirði
Hafa ber í huga að olíuhreinsistöðvar eru iðnaðarsvæði þar sem gríðarlegt magn hráefna og framleiðsluvöru er meðhöndlað. Ferlið sjálft er mjög orkufrekt og nýtir mikið af vatni. Starfseminni fylgir óhjákvæmilega losun úrgangsefna í andrúmsloft, vatn og jarðveg. […]
Olíuhreinsistöðvar eru að sjálfsögðu mismunandi hvað varðar framleiðslumagn og tegundir framleiðsluvöru. Í grófum dráttum er þó alltaf um svipað ferli að ræða. Þess vegna eru flestar stærðir varðandi mengun frá venjulegum rekstri slíkrar stöðvar vel þekktar. Stærstu frávikin verða í upphafi nýrrar framleiðslu, eða þegar hafist er handa við vinnslu úr nýju hráefni, þ.e.a.s. áður en reynsla er fengin af viðkomandi hráefni eða ferli.
[…]
Náttúrurverndarsamtök Íslands hafa áætlað að losun frá umræddri stöð í Dýrafirði gæti numið um 1 Mtonni af koltvísýringsígildum árlega. Þetta má teljast líkleg áætlun miðað við tölurnar hér að framan, þótt auðvitað séu skekkjumörkin víð á þessu stigi. Þetta myndi þýða að með tilkomu olíuhreinsistöðvarinnar myndi losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis aukast um 30% til viðbótar við þá 10% aukningu frá árinu 1990, sem Íslendingar hafa heimild fyrir fram til 2012 skv. Kyotobókuninni. Til samanburðar má nefna að losun frá vegasamgöngum á Íslandi var 0,667 Mtonn á árinu 2004. Losunin frá hreinsistöðinni gæti því orðið allt að 50% meiri en öll losun frá vegasamgöngum. Þessi losun rúmast ekki innan þeirra losunarheimilda sem Ísland hefur skv. Kyotobókuninni […]
[…]
Svifryk (Particulate matter (PM)) frá umræddri stöð gæti orðið á bilinu 85-25.500 tonn á ári. […] Svifryk getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna og nægir í því sambandi að vísa til umræðu síðustu mánuði um svifryk frá umferð í þéttbýli hérlendis. Í svifryki frá olíuhreinsistöðvum er m.a. að finna þungmálma á borð við arsenik, kvikasilfur, nikkel og vanadíum. […]
Ætla má að umrædd stöð myndi losa um 425-51.000 tonn af rokgjörnum kolvetnum (VOCs) út í andrúmsloftið árlega. Eins og fram hefur komið geta þessi efni hvarfast við köfnunarefnisoxíð og myndað óson við yfirborð jarðar. Þessu fylgir þreykur sem þekkist af gulri mengunarslikju. Rokgjörn kolvetni eiga einnig að hluta til sök á lyktarvandamálum sem fylgt geta olíuhreinsistöðvum
[…]
[M]agn fráveituvatns frá umræddri stöð [gæti] orðið á bilinu 0,85-42,5 Mtonn á ári, enda gríðarlegt magn af vatni notað í ferlinu og til kælingar. Á leið sinni gegnum stöðina tekur vatnið í sig ýmis efni á borð við olíur, ammoníak og fenól, en virkni hreinsistöðva ræður að sjálfsögðu mestu um það hvað af þessum efnum sleppur út í umhverfið. Vatnssparnaður, endurnýting vatns og fyrirbyggjandi aðgerðir inni í stöðinni hafa einnig úrslitaáhrif hvað þetta varðar. Veðurfar hefur einnig nokkuð að segja, en þar sem úrkoma er mikil er alltaf einhver hætta á að olía berist í yfirborðsvatn. Hér má einnig nefna olíumengað vatn úr ballestum olíuflutningaskipa, en í sumum tilvikum er það tekið til hreinsunar í hreinsivirkjum olíuhreinsistöðvanna.
[…]
Í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs er gert ráð fyrir að samtals falli til um 1,6 tonn af úrgangi hérlendis á hvern íbúa á ári. Sé þessi tala yfirfærð á Ísafjarðarbæ gæti heildarmagnið þar verið rúm 6.500 tonn á ári, en tæp 12.000 tonn á Vestfjörðum öllum. Því er ekki fjarri lagi að áætla, miðað við fyrirliggjandi forsendur, að árlegt heildarmagn fasts úrgangs frá umræddri olíuhreinsistöð gæti verið svipað og sá úrgangur sem nú fellur til á Vestfjörðum.
[…]
Mikil áhersla er hvarvetna lögð á að koma í veg fyrir að olía komist í jarðveg eða grunnvatn við olíuhreinsistöðvar. Starfseminni fylgir þó alltaf einhver áhætta á slíku, sérstaklega þar sem verið er að flytja jarðolíu eða olíumengað vatn milli staða við stöðina, svo sem úr og í geymslu. Annar úrgangur í vökvaformi getur einnig hugsanlega borist í jarðveg eða grunnvatn, svo sem efnahvatar eða vatn með öðrum uppleystum mengunarefnum.
[…]
Dæmi eru um grunsemdir um mun alvarlegri óþægindi vegna nálægðar við olíuhreinsistöðvar. Þannig hefur tíðni hvítblæðis meðal íbúa í grennd við stærstu olíuhreinsistöð Norðurlandanna, Preemraff i Lysekil í Svíþjóð, hækkað á síðustu 10-12 árum umfram það sem vænta mætti.
[…]
Vinnuumhverfi í fullkomnum olíuhreinsistöðvum á að geta verið þokkalegt, enda mikil áhersla lögð á það nú til dags að verja starfsmenn fyrir hvers konar óþægindum og skaða, þ.m.t. snertingu við hættuleg efni. […] Einhver áhætta er þó alltaf til staðar, enda unnið með hættuleg efni á borð við brennisteinsvetni, bensen, ammoníak, fenól, vetnisflúoríð, köfnunarefnisoxíð og brennisteinsoxíð.
[…]
Hvar sem olía er flutt er óhjákvæmilega einhver mengunarhætta til staðar, t.d. ef olíuskipum hlekkist á. Reyndar hefur verið á það bent að mengunarhætta vegna olíuflutninga aukist ekki verulega þótt olíuhreinsistöð yrði byggð á Vestfjörðum, enda muni olíuflutningar í stórum stíl í vaxandi mæli fara um hafið umhverfis Ísland hvort sem er. Hér kemur þó fleira til. Í fyrsta lagi myndi tilkoma stöðvarinnar væntanlega leiða til meiri flutninga um umrætt hafsvæði en ella, og í öðru lagi verður að gera stóran greinarmun á mengunarhættu vegna flutninga á rúmsjó annars vegar og á grunnsævi eða í fjörðum hins vegar. Flutningur 8,5 milljóna tonna af olíu árlega inn og út úr Dýrafirði myndi vissulega hafa aukna áhættu í för með sér. Líkurnar á óhöppum eru ekki miklar, en skaðinn gæti orðið gríðarlegur, þrátt fyrir að fullkomnasti mengunarvarnarbúnaður væri til staðar. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að líkurnar á óhöppum eru mestar við aðstæður þar sem erfiðast er að koma vörnum við, þ.e. í aftakaveðrum og sjógangi.
[…]
Olíuhreinsistöðvar nota mismikið rafmagn, en flestar notast fyrst og fremst við eigið hráefni sem orkugjafa. Fram hefur komið að umrædd stöð í Dýrafirði myndi þurfa um 15 MW af raforku, sem líklega samsvarar um 100 GWst á ári. Þetta er mjög lítil orka miðað við ætlaða árlega framleiðslu stöðvarinnar og reyndar mun minna en gert er ráð fyrir í mynd 1. Þótt rétt sé með farið er olíuhreinsun engu að síður undantekningarlaust mjög orkufrekur iðnaður. Í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að einungis litlu broti af orkuþörf stöðvar af þessu tagi er mætt með aðkeyptri raforku, þar sem langstærstur hluti orkunnar er fenginn úr hráefninu sjálfu, þ.e.a.s. innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þetta skýrir mikla losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni, en eins og fram hefur komið má ætla að hún verði um 50% meiri en losun frá öllum vegasamgöngum á Íslandi.
[…]
Svo virðist sem skiptar skoðanir séu uppi um það hvort skilgreina beri umrædda olíuhreinsistöð í Dýrafirði sem stóriðju eður ei. […] Þessir útreikningar benda til að samanlögð orkuþörf olíuhreinsistöðvar í Dýrafirði gæti verið um 80% af orkuþörf álversins á Reyðarfirði. Vissulega eru hér á ferðinni mjög grófir útreikningar, en þeir nægja þó sem rök fyrir því að þessi tvö umræddu stórverkefni séu ekki eins gjörólík hvað orkuþörf varðar eins og ætla mætti miðað við umræðu síðustu daga[…] Meginniðurstaða þessara vangaveltna um framleiðslumagn og orkuþörf er sú, að umrædd olíuhreinsistöð í Dýrafirði hljóti að teljast stjóriðja, hvernig sem á það er litið. Þar með er ljóst að áform um byggingu stöðvarinnar stangast á við þá stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga að Vestfirðir skuli vera stóriðjulaust svæði.
[…]
Vestfirðir hafa um 15 ára skeið verið markaðssettir með sérstakri áherslu á hreina ímynd svæðisins og þess varnings sem þaðan kemur. Olíuhreinsistöð fellur ekki vel að þessari ímynd, hvorki huglægt né þegar rýnt er í einstaka umhverfisþætti sem tengjast starfsemi stöðvarinnar (sjá framar). Því má leiða að því rök að með tilkomu stöðvarinnar skerðist aðrir möguleikar til markaðssetningar og sölu afurða og þjónustu. Í þessu sambandi er vert að benda á að ferðaþjónusta er sú atvinnugrein í heiminum sem vex hraðast. Ekkert lát virðist vera á þeim vexti og flest bendir til að hann verði mestur í vistvænni ferðaþjónustu á borð við þá sem Vestfirðir geta boðið. Þessum vexti munu fylgja ný tækifæri í öðrum atvinnugreinum, sem í framtíðinni munu óhjákvæmilega tengjast ferðaþjónustunni meir og meir. Þar má m.a. nefna matvælaframleiðslu af ýmsu tagi, einkum staðbundna framleiðslu í smáum stíl. Enginn veit hversu stór tækifæri felast í þessu, en ljóst er að sú sérstaða sem Vestfirðir virðast hafa hvað þetta varðar mun minnka til muna ef af umræddri uppbyggingu olíuiðnaðar verður. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið.
Nú var ég að lesa grein Stefáns Gíslasonar umhverfisstjórnunarfræðings á vefriti Strandamanna (strandir.is) um fyrirhugaða olíuhreinsistöð í Dýrafirði sem vekur með mér þessa tilfinningu. Hún er full tæknileg á köflum en mér finnst hún samt góð og að flestir fletir málsins séu reyfaðir. Höfundur er ekki með stórar yfirlýsingar – né reynir hann að vera hnyttinn – og segir t.d. ekkert um hve mikið óráð og rugl sé að ætla að halda áfram að níðast á náttúrunni, menga og spilla, þrátt fyrir eindreginn vilja stórs hluta landsmanna til að hætta að mylja undir erlend stórgróðafyrirtæki og innlendar starfsmannaleigur og aðra þá sem sjá sér hag í að selja náttúru Íslands og skerða lífsgæði allra íbúanna (manna og dýra) í kjölfarið. - Hvaða snillingar eru það sem hafa komist að þeirri niðurstöðu að það að stór hluti þeirra sem búa á höfuðborgarsvæðinu (þ.e.a.s. þeir sem máttu kjósa, en það máttu t.d. Garðbæingar, Kópavogsbúar og Reykvíkingar ekki) hafi hafnað stækkun álversins í Straumsvík en þá sé bara allt í lagi að byggja nýtt á Keilisnesi eða við Þorlákshöfn? Eða að öll mótmælin gegn Kárahnjúkavirkjun tákni að það sé í lagi að virkja Þjórsá allt niður að ósum? Og þetta með olíuhreinsistöðina hljómar eins og hverjir aðrir olíufurstaórar. Hvað höfum við ekki oft heyrt um skip, drekkhlaðin olíu, sem hlekkist á og olían flæðir um allt og mengar (og drepur sjófugl) allar strendur á stóru svæði? Eins og kemur fram í greininni, sem ég birti valda kafla, þá fara fram mikið af olíuflutningum allt í kringum Ísland, en munurinn á þeim og því að sigla með olíu inn Dýrafjörðinn er sá að annað er stórt hafsvæði (olíumengunin myndi dreifast meira og hafa vonandi minni áhrif en ef hún væri staðbundin) en hitt er lokaður, afmarkaður staður þar sem allt yrði undirlagt ef slys yrði.
En hér eru semsagt meginatriði greinarinnar, sem annars má lesa í heild hér. Ég hef fellt út vísanir í myndir umyrðalaust en reyni að gefa til kynna hvenær ég hef klippt annað efni burt.
Umhverfisþættir í rekstri olíuhreinsistöðva – samantekt vegna hugmynda um olíuhreinsistöð í Dýrafirði
Hafa ber í huga að olíuhreinsistöðvar eru iðnaðarsvæði þar sem gríðarlegt magn hráefna og framleiðsluvöru er meðhöndlað. Ferlið sjálft er mjög orkufrekt og nýtir mikið af vatni. Starfseminni fylgir óhjákvæmilega losun úrgangsefna í andrúmsloft, vatn og jarðveg. […]
Olíuhreinsistöðvar eru að sjálfsögðu mismunandi hvað varðar framleiðslumagn og tegundir framleiðsluvöru. Í grófum dráttum er þó alltaf um svipað ferli að ræða. Þess vegna eru flestar stærðir varðandi mengun frá venjulegum rekstri slíkrar stöðvar vel þekktar. Stærstu frávikin verða í upphafi nýrrar framleiðslu, eða þegar hafist er handa við vinnslu úr nýju hráefni, þ.e.a.s. áður en reynsla er fengin af viðkomandi hráefni eða ferli.
[…]
Náttúrurverndarsamtök Íslands hafa áætlað að losun frá umræddri stöð í Dýrafirði gæti numið um 1 Mtonni af koltvísýringsígildum árlega. Þetta má teljast líkleg áætlun miðað við tölurnar hér að framan, þótt auðvitað séu skekkjumörkin víð á þessu stigi. Þetta myndi þýða að með tilkomu olíuhreinsistöðvarinnar myndi losun gróðurhúsalofttegunda hérlendis aukast um 30% til viðbótar við þá 10% aukningu frá árinu 1990, sem Íslendingar hafa heimild fyrir fram til 2012 skv. Kyotobókuninni. Til samanburðar má nefna að losun frá vegasamgöngum á Íslandi var 0,667 Mtonn á árinu 2004. Losunin frá hreinsistöðinni gæti því orðið allt að 50% meiri en öll losun frá vegasamgöngum. Þessi losun rúmast ekki innan þeirra losunarheimilda sem Ísland hefur skv. Kyotobókuninni […]
[…]
Svifryk (Particulate matter (PM)) frá umræddri stöð gæti orðið á bilinu 85-25.500 tonn á ári. […] Svifryk getur haft skaðleg áhrif á heilsu manna og nægir í því sambandi að vísa til umræðu síðustu mánuði um svifryk frá umferð í þéttbýli hérlendis. Í svifryki frá olíuhreinsistöðvum er m.a. að finna þungmálma á borð við arsenik, kvikasilfur, nikkel og vanadíum. […]
Ætla má að umrædd stöð myndi losa um 425-51.000 tonn af rokgjörnum kolvetnum (VOCs) út í andrúmsloftið árlega. Eins og fram hefur komið geta þessi efni hvarfast við köfnunarefnisoxíð og myndað óson við yfirborð jarðar. Þessu fylgir þreykur sem þekkist af gulri mengunarslikju. Rokgjörn kolvetni eiga einnig að hluta til sök á lyktarvandamálum sem fylgt geta olíuhreinsistöðvum
[…]
[M]agn fráveituvatns frá umræddri stöð [gæti] orðið á bilinu 0,85-42,5 Mtonn á ári, enda gríðarlegt magn af vatni notað í ferlinu og til kælingar. Á leið sinni gegnum stöðina tekur vatnið í sig ýmis efni á borð við olíur, ammoníak og fenól, en virkni hreinsistöðva ræður að sjálfsögðu mestu um það hvað af þessum efnum sleppur út í umhverfið. Vatnssparnaður, endurnýting vatns og fyrirbyggjandi aðgerðir inni í stöðinni hafa einnig úrslitaáhrif hvað þetta varðar. Veðurfar hefur einnig nokkuð að segja, en þar sem úrkoma er mikil er alltaf einhver hætta á að olía berist í yfirborðsvatn. Hér má einnig nefna olíumengað vatn úr ballestum olíuflutningaskipa, en í sumum tilvikum er það tekið til hreinsunar í hreinsivirkjum olíuhreinsistöðvanna.
[…]
Í Landsáætlun um meðhöndlun úrgangs er gert ráð fyrir að samtals falli til um 1,6 tonn af úrgangi hérlendis á hvern íbúa á ári. Sé þessi tala yfirfærð á Ísafjarðarbæ gæti heildarmagnið þar verið rúm 6.500 tonn á ári, en tæp 12.000 tonn á Vestfjörðum öllum. Því er ekki fjarri lagi að áætla, miðað við fyrirliggjandi forsendur, að árlegt heildarmagn fasts úrgangs frá umræddri olíuhreinsistöð gæti verið svipað og sá úrgangur sem nú fellur til á Vestfjörðum.
[…]
Mikil áhersla er hvarvetna lögð á að koma í veg fyrir að olía komist í jarðveg eða grunnvatn við olíuhreinsistöðvar. Starfseminni fylgir þó alltaf einhver áhætta á slíku, sérstaklega þar sem verið er að flytja jarðolíu eða olíumengað vatn milli staða við stöðina, svo sem úr og í geymslu. Annar úrgangur í vökvaformi getur einnig hugsanlega borist í jarðveg eða grunnvatn, svo sem efnahvatar eða vatn með öðrum uppleystum mengunarefnum.
[…]
Dæmi eru um grunsemdir um mun alvarlegri óþægindi vegna nálægðar við olíuhreinsistöðvar. Þannig hefur tíðni hvítblæðis meðal íbúa í grennd við stærstu olíuhreinsistöð Norðurlandanna, Preemraff i Lysekil í Svíþjóð, hækkað á síðustu 10-12 árum umfram það sem vænta mætti.
[…]
Vinnuumhverfi í fullkomnum olíuhreinsistöðvum á að geta verið þokkalegt, enda mikil áhersla lögð á það nú til dags að verja starfsmenn fyrir hvers konar óþægindum og skaða, þ.m.t. snertingu við hættuleg efni. […] Einhver áhætta er þó alltaf til staðar, enda unnið með hættuleg efni á borð við brennisteinsvetni, bensen, ammoníak, fenól, vetnisflúoríð, köfnunarefnisoxíð og brennisteinsoxíð.
[…]
Hvar sem olía er flutt er óhjákvæmilega einhver mengunarhætta til staðar, t.d. ef olíuskipum hlekkist á. Reyndar hefur verið á það bent að mengunarhætta vegna olíuflutninga aukist ekki verulega þótt olíuhreinsistöð yrði byggð á Vestfjörðum, enda muni olíuflutningar í stórum stíl í vaxandi mæli fara um hafið umhverfis Ísland hvort sem er. Hér kemur þó fleira til. Í fyrsta lagi myndi tilkoma stöðvarinnar væntanlega leiða til meiri flutninga um umrætt hafsvæði en ella, og í öðru lagi verður að gera stóran greinarmun á mengunarhættu vegna flutninga á rúmsjó annars vegar og á grunnsævi eða í fjörðum hins vegar. Flutningur 8,5 milljóna tonna af olíu árlega inn og út úr Dýrafirði myndi vissulega hafa aukna áhættu í för með sér. Líkurnar á óhöppum eru ekki miklar, en skaðinn gæti orðið gríðarlegur, þrátt fyrir að fullkomnasti mengunarvarnarbúnaður væri til staðar. Í þessu sambandi er vert að hafa í huga að líkurnar á óhöppum eru mestar við aðstæður þar sem erfiðast er að koma vörnum við, þ.e. í aftakaveðrum og sjógangi.
[…]
Olíuhreinsistöðvar nota mismikið rafmagn, en flestar notast fyrst og fremst við eigið hráefni sem orkugjafa. Fram hefur komið að umrædd stöð í Dýrafirði myndi þurfa um 15 MW af raforku, sem líklega samsvarar um 100 GWst á ári. Þetta er mjög lítil orka miðað við ætlaða árlega framleiðslu stöðvarinnar og reyndar mun minna en gert er ráð fyrir í mynd 1. Þótt rétt sé með farið er olíuhreinsun engu að síður undantekningarlaust mjög orkufrekur iðnaður. Í því sambandi er nauðsynlegt að hafa í huga að einungis litlu broti af orkuþörf stöðvar af þessu tagi er mætt með aðkeyptri raforku, þar sem langstærstur hluti orkunnar er fenginn úr hráefninu sjálfu, þ.e.a.s. innfluttu jarðefnaeldsneyti. Þetta skýrir mikla losun gróðurhúsalofttegunda frá starfseminni, en eins og fram hefur komið má ætla að hún verði um 50% meiri en losun frá öllum vegasamgöngum á Íslandi.
[…]
Svo virðist sem skiptar skoðanir séu uppi um það hvort skilgreina beri umrædda olíuhreinsistöð í Dýrafirði sem stóriðju eður ei. […] Þessir útreikningar benda til að samanlögð orkuþörf olíuhreinsistöðvar í Dýrafirði gæti verið um 80% af orkuþörf álversins á Reyðarfirði. Vissulega eru hér á ferðinni mjög grófir útreikningar, en þeir nægja þó sem rök fyrir því að þessi tvö umræddu stórverkefni séu ekki eins gjörólík hvað orkuþörf varðar eins og ætla mætti miðað við umræðu síðustu daga[…] Meginniðurstaða þessara vangaveltna um framleiðslumagn og orkuþörf er sú, að umrædd olíuhreinsistöð í Dýrafirði hljóti að teljast stjóriðja, hvernig sem á það er litið. Þar með er ljóst að áform um byggingu stöðvarinnar stangast á við þá stefnu Fjórðungsþings Vestfirðinga að Vestfirðir skuli vera stóriðjulaust svæði.
[…]
Vestfirðir hafa um 15 ára skeið verið markaðssettir með sérstakri áherslu á hreina ímynd svæðisins og þess varnings sem þaðan kemur. Olíuhreinsistöð fellur ekki vel að þessari ímynd, hvorki huglægt né þegar rýnt er í einstaka umhverfisþætti sem tengjast starfsemi stöðvarinnar (sjá framar). Því má leiða að því rök að með tilkomu stöðvarinnar skerðist aðrir möguleikar til markaðssetningar og sölu afurða og þjónustu. Í þessu sambandi er vert að benda á að ferðaþjónusta er sú atvinnugrein í heiminum sem vex hraðast. Ekkert lát virðist vera á þeim vexti og flest bendir til að hann verði mestur í vistvænni ferðaþjónustu á borð við þá sem Vestfirðir geta boðið. Þessum vexti munu fylgja ný tækifæri í öðrum atvinnugreinum, sem í framtíðinni munu óhjákvæmilega tengjast ferðaþjónustunni meir og meir. Þar má m.a. nefna matvælaframleiðslu af ýmsu tagi, einkum staðbundna framleiðslu í smáum stíl. Enginn veit hversu stór tækifæri felast í þessu, en ljóst er að sú sérstaða sem Vestfirðir virðast hafa hvað þetta varðar mun minnka til muna ef af umræddri uppbyggingu olíuiðnaðar verður. Hér verður ekki bæði sleppt og haldið.
Efnisorð: umhverfismál
<< Home