mánudagur, ágúst 20, 2007

Sá sem umgengst dýr er ekki endilega dýravinur

Kemur mér ekki á óvart að lögreglan í Reykjavík ætli ekki að leggja fram kæru á hendur dýraníðingnum sem barði hestinn í Víðidalnum, enda þótt maðurinn hafi þekkst og náðst á myndband við misþyrmingarnar. Lögreglunni hefði fundist tilefni til aðgerða ef mannhelvítið hefði barið jeppann hans Jóns Ásgeirs svona en ógnanir og ofbeldi gegn dýrum og konum eru utan áhugasviðs lögreglunnar.

Reyndar skil ég ekki afhverju karlmönnum sem er illa við konur eða dýr (eða börn) geta ekki bara forðast samskipti við þau í stað þess að nota þau til að fá útrás fyrir ógeðið í sér. Ó, ég svaraði víst sjálfri mér þarna.

Efnisorð: ,