Góður leiðari í Fréttablaðinu
Ég les ekki Fréttablaðið nærri nógu oft til að lesa alla leiðara Kristínar Evu Þórhallsdóttur, en þó hef ég séð nóg til að vera mjög ánægð með þá. Í dag skrifar hún um sýknudóminn undir titlinum „Er þögn sama og samþykki?“ og er þar á sömu nótum og ég var í færslum sem ég skrifaði í júlí og desember á síðasta ári. En þar talaði ég bæði um það að ekki segja allar konur nei þó þær vilji ekki kynmök né heldur berjast allar konur á móti nauðguninni.
Það þarf einhvernveginn að koma þessu í hausinn á fólki, hvortsem það er dómarar eða almenningur sem leyfir sér að draga í efa sannleiksgildi orða þeirra kvenna sem kæra nauðgun, eða karlmenn sem þykjast ekkert vita muninn á því þegar kona vill stunda með þeim kynlíf og þegar kona vill það ekki.
Það þarf einhvernveginn að koma þessu í hausinn á fólki, hvortsem það er dómarar eða almenningur sem leyfir sér að draga í efa sannleiksgildi orða þeirra kvenna sem kæra nauðgun, eða karlmenn sem þykjast ekkert vita muninn á því þegar kona vill stunda með þeim kynlíf og þegar kona vill það ekki.
Efnisorð: dómar, Fjölmiðlar, karlmenn, Nauðganir
<< Home