Nauðgari sýknaður, afhverju er ég hissa?
Undanfarna daga hefur sólin skinið sem aldrei fyrr og hitastigið verið allt að því óraunverulegt. Landið skartað sínu fegursta og heimurinn virst vera góður. Lendingin verður því enn harkalegri þegar lesinn er sýknudómur yfir nauðgaranum sem nauðgaði konunni á Hótel Sögu. Nú langar mig mest til að skrifa bara röð af blótsyrðum og öskra svo. En vegna þess að mér finnst mikilvægt að skrá niður helstu afglöp íslenska réttarkerfisins þá ætla ég að halda aftur af mesta fúkyrðaflaumnum og segja þetta:
Sé litið á dóminn má lesa þar enn ein skilaboðin um að konum sé réttnauðgað hvar sem til þeirra næst. Kona sem er þaraðauki drukkin, sem þaraðauki á kurteisleg orðaskipti við ókunnuga karlmenn, sem þaraðauki æpir ekki á hjálp heldur vogar sér að vera frosin eða dofin – hvað er hún að væla?
Og enn einu sinni er gefið í skyn að konur sem eru drukknar og leyfa sér að ávarpa karlmenn (til að spyrja hvar klósettið sé!) eru auðvitað með því að bjóða uppá kynlíf, enda ekkert eins áhugavert og kynlíf á klósettgólfum með ókunnugum karlmönnum. Og eins og ekkert sé, er líka gefið til kynna, að konur sem þó vilja skyndikynni með ókunnugum karlmönnum inná klósettum séu einmitt þær sem svo bresta í grát að þeim loknum og séu fyrir einskæra tilviljun með blóðuga áverka eftir þessa stórkostlegu skemmtun.
Með góðum vilja þá má lesa útúr dómnum að dómararnir séu öll sammála því að nauðgun hafi verið framin en vegna fáránlegra laga og því að hefð sé fyrir því að fara eftir fáránlegum lögum – og þau geti nú ekki verið að setja sig uppámóti því – þá sýkni þau nauðgarann. Sbr. þetta:
Loks er þess að geta, sem fram hefur komið við sálfræðirannsókn á X, að hjá henni hafi greinst merki um áfallastreituröskun. Þykir þetta allt styðja svo þann framburð hennar, að hún hafi ekki viljað eiga samræði eða önnur kynferðismök við ákærða, að óhætt sé að slá því föstu.
Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.
Niðurstaðan er samt þessi:
Nauðgarar: enn einn sigurinn - Konur: enn ein lamandi niðurlægingin.
Sé litið á dóminn má lesa þar enn ein skilaboðin um að konum sé réttnauðgað hvar sem til þeirra næst. Kona sem er þaraðauki drukkin, sem þaraðauki á kurteisleg orðaskipti við ókunnuga karlmenn, sem þaraðauki æpir ekki á hjálp heldur vogar sér að vera frosin eða dofin – hvað er hún að væla?
Og enn einu sinni er gefið í skyn að konur sem eru drukknar og leyfa sér að ávarpa karlmenn (til að spyrja hvar klósettið sé!) eru auðvitað með því að bjóða uppá kynlíf, enda ekkert eins áhugavert og kynlíf á klósettgólfum með ókunnugum karlmönnum. Og eins og ekkert sé, er líka gefið til kynna, að konur sem þó vilja skyndikynni með ókunnugum karlmönnum inná klósettum séu einmitt þær sem svo bresta í grát að þeim loknum og séu fyrir einskæra tilviljun með blóðuga áverka eftir þessa stórkostlegu skemmtun.
Með góðum vilja þá má lesa útúr dómnum að dómararnir séu öll sammála því að nauðgun hafi verið framin en vegna fáránlegra laga og því að hefð sé fyrir því að fara eftir fáránlegum lögum – og þau geti nú ekki verið að setja sig uppámóti því – þá sýkni þau nauðgarann. Sbr. þetta:
Loks er þess að geta, sem fram hefur komið við sálfræðirannsókn á X, að hjá henni hafi greinst merki um áfallastreituröskun. Þykir þetta allt styðja svo þann framburð hennar, að hún hafi ekki viljað eiga samræði eða önnur kynferðismök við ákærða, að óhætt sé að slá því föstu.
Ef byggt er á frásögn X af því sem gerðist eftir orðaskipti þeirra inni á snyrtingunni lítur dómurinn svo á, að það að ákærði ýtti X inn í klefann, læsti klefanum innan frá, dró niður um hana, ýtti henni niður á salernið og síðan niður á gólf, geti, hlutrænt séð, ekki talist ofbeldi í skilningi 1. mgr. 194. gr. almennra hegningarlaga, eins og það hugtak hefur verið skýrt í refsirétti og í langri dómaframkvæmd. Nægir þetta eitt til þess að ákærði verði sýknaður af ákærunni.
Niðurstaðan er samt þessi:
Nauðgarar: enn einn sigurinn - Konur: enn ein lamandi niðurlægingin.
<< Home