föstudagur, júlí 06, 2007

Nú skyldi ég hlæja

Nýlega las ég bloggfærslu frábærs feminsta þar sem hún býsnast yfir því að sífellt sé verið að ásaka feminista um að hafa ekki húmor. Hún benti á að feminismi væri mannréttindabarátta og enginn krefði annað fólk sem væri í mannréttindabaráttu um að sýna af sér kæti. Það gagnrýndi enginn að talsmenn Amnesty um að segja að það skemmtilegasta við að berjast gegn dauðarefsingum væru brandararnir sem flygju (og létu einn góðan fylgja) eða baráttan gegn pyndingum kitlaði mjög hláturtaugarnar. Afhverju ætti annað að gilda um baráttu feminista?

Þessi orð kættu mig. En það er nú bara minn húmor, ef húmor skyldi kalla.

Efnisorð: ,