Ruslaralýður
Umgengnin í miðbæ Reykjavíkur hefur verið mjög til umfjöllunar undanfarið og grein Fríðu Bjarkar og viðtal við hana í Kastljósi er mjög gott innlegg í umræðuna. Fríða Björk sagði að það ætti kannski að prófa að þrífa ekki upp ruslið og smúla burtu hlandið af götum og gangstéttum eftir einhverja helgina og athuga hvort borgarbúum myndi þá ekki ofbjóða. Mér finnst þetta frábær tillaga því segja má að með hinum öfluga þrifnaði á laugardags- og sunnudagsmorgnum sé hreinlega verið að sópa vandanum undir teppið. Mér hefur líka fundist sem það fólki sem ekki býr í miðbænum finnist sem allir íbúar miðbæjarins geti bara flutt þaðan ef þeim líki ekki lætin og umgengnin. Í öðrum hverfum eru miklar undirskriftir og hverfasamtök sem rísa uppá afturlappirnar þegar kemur í ljós í grenndarkynningum að raska eigi ró þeirra með einhverjum hætti (gott hjá þeim en þeim virðist sama um íbúa annarra hverfa, s.s. miðbæjarins). Sum þau sem búa í miðbænum eru þar fædd og uppalin og vilja þarafleiðandi hvergi annarstaðar vera, rétt eins og þau sem vilja ekki flytja úr Vesturbænum eða Hafnarfirði.
Auk þess snýst þetta ekki bara um fólk með fasta búsetu í miðbænum. Fjöldi hótela er á þessu svæði og þar búa grandalausir útlendingar (sem ekki koma allir til að taka þátt í skemmtanalífinu) og þeir þurfa að klofa yfir draslið og framhjá gargandi lýðnum til að troðast inní Flugrútuna sem kemur til að sækja þá og keyra þá í morgunflugið. Fólk hefur fengið menningarsjokk af minna tilefni.
Og hvað er með karlmenn og að míga sífellt utaní hús og veggi? Verður þeim meira mál en konum? Dettur engum þessara karlmanna í hug að pissa á klósettinu á veitingahúsinu sem þeir voru á? Ég geri mér það reyndar að leik að hía á þessa vitleysinga þar sem þeir standa með sprellann útí loftið og segja þeim hvað hann sé smár, en í raun er mér algerlega ofboðið yfir þessum ógeðslega sið þeirra sem veldur því að við hin þurfum að ganga gegnum þvagpollana eftir þá. Svo mætti einhver þeirra fjölmörgu vísindamanna, sem ekkert betra virðast hafa við tíma sinn að gera en reyna að finna ýmiskonar líffræðilegan mun á körlum og konum, útskýra fyrir mér þennan mikla mun á munnvatnsframleiðslu kynjanna – en það er eins og karlmenn framleiði alltof mikið munnvatn og hreinlega neyðist til að hrækja stórum slummum af umframframleiðslunni í þriðja hverju skrefi. Konur virðast ekki eiga við þetta vandamál að stríða. (Svo virðist sem munnvatnsframleiðsla sé líka meiri hjá knattspyrnumönnum en handboltamönnum, en þeir fyrrnefndu hrækja ótt og títt á fótboltavellina sem þeir renna sér svo á hnjákollunum eftir, en handboltamenn virðast allir geta kyngt sínu munnvatni sjálfir. Einnig rannsóknarefni.)
Nema hvað, þegar ég var að ræða þetta mál við ágæta konu og tók mjög málstað Fríðu Bjarkar, þá sagði sú kona að það þýddi ekkert að hætta að þrífa miðbæinn, fólk myndi alveg sætta sig við hann svona skítugan. Mér fannst þetta ekki líklegt þar til hún benti mér á hvernig ótrúlega margir ganga um bílana sína. Og þá rifjaðist upp fyrir mér ótal skipti sem ég hef þegið far með vinum, kunningjum og ættingjum og orðið málstola vegna ruslahaugsins sem mætti mér í framsætinu, aftursætinu og fljótandi á gólfum bifreiðarinnar (þetta sé ég líka oft þegar ég geng framhjá kyrrstæðum bílum á bílastæðum). Það fólk, sem svona gengur um bílana sína, lítur svo á það sem tiltekt að skrúfa hliðarrúðu niður til hálfs og moka mesta hroðanum út, beint á götuna. Nú eru mínir vinir, kunningjar og ættingjar allajafna mjög snyrtilegt fólk, sem á falleg heimili, gengur í hreinum fötum og er smekklega til fara, eyðir stórfé á hársnyrtistofum og er í stuttu máli sagt engar subbur – þó annað megi ráða af því hvernig það gengur um bílinn sem það eyddi í milljónum á milljónum ofan. Mér er þetta allt mjög óskiljanlegt en varð þó að samsinna konunni sem heldur því fram að Íslendingar hafi mjög mikið þol gagnvart rusli og drasli.
Auk þess snýst þetta ekki bara um fólk með fasta búsetu í miðbænum. Fjöldi hótela er á þessu svæði og þar búa grandalausir útlendingar (sem ekki koma allir til að taka þátt í skemmtanalífinu) og þeir þurfa að klofa yfir draslið og framhjá gargandi lýðnum til að troðast inní Flugrútuna sem kemur til að sækja þá og keyra þá í morgunflugið. Fólk hefur fengið menningarsjokk af minna tilefni.
Og hvað er með karlmenn og að míga sífellt utaní hús og veggi? Verður þeim meira mál en konum? Dettur engum þessara karlmanna í hug að pissa á klósettinu á veitingahúsinu sem þeir voru á? Ég geri mér það reyndar að leik að hía á þessa vitleysinga þar sem þeir standa með sprellann útí loftið og segja þeim hvað hann sé smár, en í raun er mér algerlega ofboðið yfir þessum ógeðslega sið þeirra sem veldur því að við hin þurfum að ganga gegnum þvagpollana eftir þá. Svo mætti einhver þeirra fjölmörgu vísindamanna, sem ekkert betra virðast hafa við tíma sinn að gera en reyna að finna ýmiskonar líffræðilegan mun á körlum og konum, útskýra fyrir mér þennan mikla mun á munnvatnsframleiðslu kynjanna – en það er eins og karlmenn framleiði alltof mikið munnvatn og hreinlega neyðist til að hrækja stórum slummum af umframframleiðslunni í þriðja hverju skrefi. Konur virðast ekki eiga við þetta vandamál að stríða. (Svo virðist sem munnvatnsframleiðsla sé líka meiri hjá knattspyrnumönnum en handboltamönnum, en þeir fyrrnefndu hrækja ótt og títt á fótboltavellina sem þeir renna sér svo á hnjákollunum eftir, en handboltamenn virðast allir geta kyngt sínu munnvatni sjálfir. Einnig rannsóknarefni.)
Nema hvað, þegar ég var að ræða þetta mál við ágæta konu og tók mjög málstað Fríðu Bjarkar, þá sagði sú kona að það þýddi ekkert að hætta að þrífa miðbæinn, fólk myndi alveg sætta sig við hann svona skítugan. Mér fannst þetta ekki líklegt þar til hún benti mér á hvernig ótrúlega margir ganga um bílana sína. Og þá rifjaðist upp fyrir mér ótal skipti sem ég hef þegið far með vinum, kunningjum og ættingjum og orðið málstola vegna ruslahaugsins sem mætti mér í framsætinu, aftursætinu og fljótandi á gólfum bifreiðarinnar (þetta sé ég líka oft þegar ég geng framhjá kyrrstæðum bílum á bílastæðum). Það fólk, sem svona gengur um bílana sína, lítur svo á það sem tiltekt að skrúfa hliðarrúðu niður til hálfs og moka mesta hroðanum út, beint á götuna. Nú eru mínir vinir, kunningjar og ættingjar allajafna mjög snyrtilegt fólk, sem á falleg heimili, gengur í hreinum fötum og er smekklega til fara, eyðir stórfé á hársnyrtistofum og er í stuttu máli sagt engar subbur – þó annað megi ráða af því hvernig það gengur um bílinn sem það eyddi í milljónum á milljónum ofan. Mér er þetta allt mjög óskiljanlegt en varð þó að samsinna konunni sem heldur því fram að Íslendingar hafi mjög mikið þol gagnvart rusli og drasli.
<< Home