föstudagur, ágúst 31, 2007

Lögleg sala á nauðgunarlyfi

Auðvitað styð ég baráttu Heiðu á skessa.blogg.is * fyrir því að hætt sé að selja lyf (Flunitrazipam sem áður hét Rohypnol) sem auðvelda nauðgurum að undirbúa verknað sinn. Ég þekki konu sem var nauðgað með aðstoð slíkra lyfja. Hef líka heyrt sögur um naumlegar bjarganir þar sem einhver viðstaddur náði að grípa inní áður en konan drakk úr glasinu. Sjálf myndi ég ekki þora að skilja glas mitt við mig á skemmtistað eða í partýi, né heldur myndi ég þiggja drykk frá karlmanni. Auðvitað væri best að þurfa aldrei að vara sig, en það er lágmark að læknar og lyfsalar á Íslandi séu ekki að hjálpa helvítis nauðgurunum, nóg er nú samt.

___
*Ég vara fólk við að lesa athugasemdahalann sem fylgir bloggfærslum um þetta mál hjá Heiðu, því þar sjá karlmenn ástæðu til að verja aðgerðir nauðgara með einum eða öðrum hætti.

Efnisorð: ,