Rúður brotnar og migið á almannafæri
Stefán Eiríksson lögreglustjóri höfuðborgarsvæðisins virðist hafa lesið sömu bók og ég er að lesa. Í henni er fjallað um hvernig glæpum var fækkað í New York með því að ráðast gegn þeim sem ekki borguðu í lestarnar, máluðu graffiti (á lestarnar) og migu á almannafæri. Fyrst var þetta semsagt gert í neðanjarðalestakerfinu og árið 1994 var náunginn sem stjórnaði þessu fenginn til að vera lögreglustjóri New York og fækkaði þá glæpum til muna, m.a. vegna aðgerða í þessum dúr (fleira kom reyndar til, s.s. betra efnahagsástand).
Tengingin við glæpi var svo aftur sú að það þótti heldur lágkúrulegt að vera að handtaka menn fyrir að borga ekki í neðanjarðalestarnar en í ljós kom að í hverjum hóp handtekinna var einn af hverjum tuttugu vopnaður og sjöundi hver eftirlýstur fyrir glæpi og því fækkaði glæpamönnum á götunni. Þetta varð auk þess til þess að þeir héldu sig til hlés. Tekið-hart-á-smáglæpum aðgerðir geta því verið þáttur í því að öllum glæpum fækkar.
Ekki að ég haldi endilega að glæpir séu svo mikið fleiri í Reykjavík nú en áður (en þegar þessi herferð hófst í New York voru glæpir þar í sögulegu hámarki, um 2000 morð og 600.000 aðrir alvarlegir glæpir á ári) og ekki amast ég við graffiti né tel það rót alls ills. En pælingin bak við báðar þessar aðgerðir virðast þær sömu og byggjast á „brotinnar rúðu“ kenningunni. En hún fjallar um að sé rúða brotin í byggingu og enginn geri neitt til að lagfæra hana, munu fleiri rúður vera brotnar vegna þess að þá sjá grjótkastarar sem leið eiga hjá að þeir munu komast upp með að brjóta rúður þar og öllum sé sama því enginn skiptir sér af. Fyrir rest er engin rúða heil og síðan breiðist vandinn út til nærliggjandi húsa og um heilu hverfin. Á sama hátt gangi fólk illa um ef það sér að aðrir ganga illa um og komast upp með það. Og ég held að Stefán Eiríksson hafi tekið við sér eftir að hafa kynnt sér þetta.
Nú verð ég allra síðasta manneskja til að aðhyllast lögregluríki en ég verð að segja að þessi tilraun með að reyna að koma böndum á „ástandið í miðbænum“ hugnast mér ágætlega, ekki síst ef hún tekst.
Tengingin við glæpi var svo aftur sú að það þótti heldur lágkúrulegt að vera að handtaka menn fyrir að borga ekki í neðanjarðalestarnar en í ljós kom að í hverjum hóp handtekinna var einn af hverjum tuttugu vopnaður og sjöundi hver eftirlýstur fyrir glæpi og því fækkaði glæpamönnum á götunni. Þetta varð auk þess til þess að þeir héldu sig til hlés. Tekið-hart-á-smáglæpum aðgerðir geta því verið þáttur í því að öllum glæpum fækkar.
Ekki að ég haldi endilega að glæpir séu svo mikið fleiri í Reykjavík nú en áður (en þegar þessi herferð hófst í New York voru glæpir þar í sögulegu hámarki, um 2000 morð og 600.000 aðrir alvarlegir glæpir á ári) og ekki amast ég við graffiti né tel það rót alls ills. En pælingin bak við báðar þessar aðgerðir virðast þær sömu og byggjast á „brotinnar rúðu“ kenningunni. En hún fjallar um að sé rúða brotin í byggingu og enginn geri neitt til að lagfæra hana, munu fleiri rúður vera brotnar vegna þess að þá sjá grjótkastarar sem leið eiga hjá að þeir munu komast upp með að brjóta rúður þar og öllum sé sama því enginn skiptir sér af. Fyrir rest er engin rúða heil og síðan breiðist vandinn út til nærliggjandi húsa og um heilu hverfin. Á sama hátt gangi fólk illa um ef það sér að aðrir ganga illa um og komast upp með það. Og ég held að Stefán Eiríksson hafi tekið við sér eftir að hafa kynnt sér þetta.
Nú verð ég allra síðasta manneskja til að aðhyllast lögregluríki en ég verð að segja að þessi tilraun með að reyna að koma böndum á „ástandið í miðbænum“ hugnast mér ágætlega, ekki síst ef hún tekst.
Efnisorð: almennt
<< Home