Vantar starfsfólk í skóla og leikskóla
Alveg er óskiljanlegt þetta væl um að það vanti fólk á leikskólana og skólana og svoleiðis staði. Það á bara auðvitað að skikka konur til að vinna fyrir þau laun sem eru þar í boði, hvað ætla þær svosem að gera við hærri laun? Fá sér fleiri strípur? Vita menn ekki líka að ef laun þeirra eru hækkuð þá fer verðbólgan af stað? Þessvegna er algerlega nauðsynlegt að láta svona skóla-og spítaladjobb vera mjög lítið borguð, enda ófært að svona fólk hafi of mikla peninga milli handana, það veldur bara þenslu. Þá er nú skárra að hækka alltaf laun alþingismanna, ráðherra og Seðlabankastjóra ríflega af og til, og svo verða auðvitað allir sem eru að vinna í fjármálageiranum að vera vel borgaðir. Ekki veldur svona fínt fólk þenslu og verðbólgu.
Og svo þarf heldur ekkert allt þetta starfsfólk á leikskólana. Nær væru að börn fengju að vera heima hjá mæðrum sínum og þær hættu að flækjast þetta úti á vinnumarkaðinum. Best væri að allar konur færu inná heimilin aftur og sinntu þar börnum og öldruðum og sjúkum ættingjum sínum. Koma ekki líka alltaf tillögur um það afogtil frá velviljuðum stjórnmálaflokkum að gera þeim þetta kleift, borga konum fyrir að vera heima? Svo sætt.
Hætta þessu væli bara. Aumingja börnin, mamma alltaf úti að vinna. Uss.
Og svo þarf heldur ekkert allt þetta starfsfólk á leikskólana. Nær væru að börn fengju að vera heima hjá mæðrum sínum og þær hættu að flækjast þetta úti á vinnumarkaðinum. Best væri að allar konur færu inná heimilin aftur og sinntu þar börnum og öldruðum og sjúkum ættingjum sínum. Koma ekki líka alltaf tillögur um það afogtil frá velviljuðum stjórnmálaflokkum að gera þeim þetta kleift, borga konum fyrir að vera heima? Svo sætt.
Hætta þessu væli bara. Aumingja börnin, mamma alltaf úti að vinna. Uss.
<< Home