sunnudagur, september 30, 2007

Grunnatriði


Næstum öll erum við sammála um að konur eigi að fá sömu laun og karlar fyrir sambærilega vinnu (þó eru þeir til sem eru ósammála þessu og finnst meira segja í lagi að segja það upphátt).

Það blasir við að konur fá ekki sömu laun og karlar, hvernig svosem prósentuútreikningurinn er véfengdur.

Hvernig getur það þá verið svona óskaplega rangt og ósanngjarnt af feministum að hafa orð á því að konum sé mismunað í launum? (Og afhverju fer umræðan alltaf útí hártoganir um hve há prósentutalan sé?)

Og hvernig stendur á því að þeir sem hæst gala um frelsi – og þá ekki síst tjáningarfrelsi – séu þeir sömu og þola ekki að feministar tjái sig?

Efnisorð: ,