miðvikudagur, nóvember 21, 2007

Ljóstírur í skammdeginu

Heimildarmyndin um Óbeislaða fegurð var dásamleg. Mér fannst hugmyndin að þessari óhefðbundnu fegurðarsamkeppni góð, en hafði ekki áttað mig á hvað framkvæmdin hefði heppnast vel. Snilld.

Þá er ég ekki síður ánægð með þingsályktunartillögu Steinunnar Valdísar um að finna ný heiti fyrir þau sem sitja í ríkisstjórn. Ótrúlega fáránlegt að kalla konur 'herra', eins og ég hef áður sagt. Eru þær kallaðar frú ráðherra, þegar þingmenn ávarpa þær úr ræðupúlti?

Efnisorð: , ,