föstudagur, desember 07, 2007

Hvataferðir

Nú býður Benedikt páfi þeim sem fara pílagrímsför til Lourdes næsta árið að tími þeirra í hreinsunareldinum verði styttur – enda verði allar syndir þeirra fyrirgefnar skreppi þeir til þessa helga staðar, sem líklega nýtur ekki nægilegrar hylli að mati páfa.

Ég held að þetta verði mjög vinsælt og næsta árið muni Lourdes vera vel sótt af barnaníðingum kaþólsku kirkjunnar sem koma munu til að fá netta fyrirgefningu – og svo auðvitað að efla tengslin við bræður sína í andanum.

Mikið er nú gott hjá páfa að koma með þessa lausn. Allir græða!

Efnisorð: