fimmtudagur, desember 27, 2007

Benazir Bhutto

Ég veit eiginlega fáránlega lítið um pólitík Benazir Bhutto og stjórnmál í Pakistan yfirleitt. En það sýnir að mínu mati ótrúlegan kjark að bjóða sig fram til opinbers embættis í þessu fjölmennasta ríki múslima. Andstaðan er svo augljós. Enda þótt hún hafi tvisvar áður verið forsætisráðherra hafa bókstafstrúarmenn sótt í sig veðrið þar sem annarstaðar. Hefði hún átt möguleika á að komast til valda aftur, eða hefðu þeir þá bara drepið hana strax í kjölfarið?

Ég held ekki að þó satt væri að herinn hafi staðið að morðinu, jafnvel með stuðningi eða eftir fyrirskipun forsetans, að það verði nokkurntíman sannað. Það eina sem er öruggt er að þeir sem drápu hana voru karlmenn, valdasjúkir eða hræddir við völd konu, skiptir ekki máli.

Efnisorð: , ,