Jólin og skólinn
Þar sem ég er nú farin að tala um trúleysi þá langar mig að reifa nokkur atriði sem er talað um af misjafnlega miklu viti á íslenskum bloggsíðum þessa dagana. Og nú er eins gott að ég taki fram að ég tala hvorki í nafni húmaníska félagsskaparins né vefsíðunnar um trúmál (ég vil síður skrifa heiti þeirra hér, enda grunar mig að félagsmenn séu mjög gjarnir að fletta upp í google öllum þeim sem nefna þá á nafn) enda er langt í frá að ég sé sammála talsmönnum þeirra um alla hluti.
Að sjálfsögðu á að hætta kristniboði í skólum, og á ég þá við hina ofuráherslu á Biblíusögur sem vitað er að margir kennarar beita í skjóli kristnifræðslu og líka því að talað sé um sögurnar úr Biblíunni sem sögulega staðreynd. Áherslan ætti alltaf að vera á að það sé verið að tala um lífstíl og skoðanir en ekki sögulegar staðreyndir. Öll trúarbrögð ættu að fá jafnstóran hlut í kennslunni, enda þótt saga kristni á Íslandi ætti að sjálfsögðu að vera rakin – en helst í tímum þar sem er verið að kenna sagnfræði á annað borð.
Að prestar séu að mæta í skóla eða leikskóla til að fá krakkana á sitt band ætti alveg að banna. Ef fólki finnst bann við því svona óskaplegt þá ættu múslimar, gyðingar, búddistar, mormónar, vottar Jehóva, Krossinn og Vegurinn og síðast en ekki síst róttækir trúleysingjar að fá að boða sína lífssýn jafn oft og jafnlengi. Spái að kristnir foreldrar sætti sig þá strax við að þjóðkirkjuprestarnir hætti að mæta í skólana.
Litlu jólin eru partur af þessu jólakjaftæði sem tengist kristinni trú. Þar eru sungnir söngvar um „barn oss fætt“ og Adam sköpunarsögunnar – svo ekki sé nú minnst á Tíu litla negrastráka sem eru sungnir við raust sumstaðar. Það er ekki sanngjarnt að börn sem eiga foreldra sem kvitta ekki upp á kristna trú þurfi annaðhvort að vera með í þessu (gegn lífsskoðunum foreldra sinna) eða sitja heima og missa af þessu atriði sem mörgum börnum þykir svo skemmtilegt að þau tala um það hálfan veturinn. Litlu jólunum tengjast gjafir og slíkt sem börnum þætti leiðinlegt að missa af og því ósanngjarnt að setja foreldra í þá stöðu að leyfa þeim ekki að vera með. Það á ekki að mismuna börnum eftir trúarskoðunum – fyrir nú utan að það er auðvitað alveg rétt hjá Richard Dawkins að það er fáránlegt að flokka börn eftir trúarskoðunum foreldra þeirra. Af þeirri ástæðu vil ég ekki að börn séu send í Landakotsskóla (kaþólikkar) eða Suðurhlíðarskóla (aðventistar). Hvað á það að þýða að heilaþvo börnin svo gjörsamlega að þau fái ekki að kynnast öðrum skoðunum en skoðunum foreldra sinna? Í öðrum grunnskólum eru þó börn af ýmsum uppruna og frá allskonar heimilum.
Föstudagsmorguninn 7. desember steig alþingismaður sem jafnframt er prestur í pontu Alþingis og kvartaði undan því að kristilegt siðgæði eigi ekki lengur að kenna í skólum en bara umburðarlyndi, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.* Ég bjóst við að hann segði að þetta væri nú allt innifalið í kristilegu siðgæði og því væri það bara orðalagið sem færi fyrir brjóstið á honum en nei, hann minntist ekkert á það. Hinsvegar vildi hann bæta við orðinu ‘kærleikur’ og þá líklega á þeim forsendum að kristilegt siðgæði byggðist á kærleika. Við hin, sem erum trúlaus, teljum okkur alveg örugglega jafn fær um kærleik eins og þau sem þykjast hafa einkarétt á honum í nafni kristilegs kærleika. Auk þess held ég að þjóðkirkjan með biskup í broddi fylkingar og Gunnar í Krossinum sem háværan á kantinum hafi alveg afsannað fyrir okkur hinum að boðskapur þeirra í málefnum samkynhneigðra byggist á kærleik.
___
*Áður var semsagt í grunnskólalögum frá árinu 1974 að: „Kristilegt siðgæði eigi að móta starfshætti skólans.“ En nú á, gangi þessi breyting eftir, er hugtakið kristilegt siðgæði tekið út og í staðinn sagt að „umhyggja og sáttfýsi og virðing fyrir manngildi eigi að móta skólastarfið.“
Að sjálfsögðu á að hætta kristniboði í skólum, og á ég þá við hina ofuráherslu á Biblíusögur sem vitað er að margir kennarar beita í skjóli kristnifræðslu og líka því að talað sé um sögurnar úr Biblíunni sem sögulega staðreynd. Áherslan ætti alltaf að vera á að það sé verið að tala um lífstíl og skoðanir en ekki sögulegar staðreyndir. Öll trúarbrögð ættu að fá jafnstóran hlut í kennslunni, enda þótt saga kristni á Íslandi ætti að sjálfsögðu að vera rakin – en helst í tímum þar sem er verið að kenna sagnfræði á annað borð.
Að prestar séu að mæta í skóla eða leikskóla til að fá krakkana á sitt band ætti alveg að banna. Ef fólki finnst bann við því svona óskaplegt þá ættu múslimar, gyðingar, búddistar, mormónar, vottar Jehóva, Krossinn og Vegurinn og síðast en ekki síst róttækir trúleysingjar að fá að boða sína lífssýn jafn oft og jafnlengi. Spái að kristnir foreldrar sætti sig þá strax við að þjóðkirkjuprestarnir hætti að mæta í skólana.
Litlu jólin eru partur af þessu jólakjaftæði sem tengist kristinni trú. Þar eru sungnir söngvar um „barn oss fætt“ og Adam sköpunarsögunnar – svo ekki sé nú minnst á Tíu litla negrastráka sem eru sungnir við raust sumstaðar. Það er ekki sanngjarnt að börn sem eiga foreldra sem kvitta ekki upp á kristna trú þurfi annaðhvort að vera með í þessu (gegn lífsskoðunum foreldra sinna) eða sitja heima og missa af þessu atriði sem mörgum börnum þykir svo skemmtilegt að þau tala um það hálfan veturinn. Litlu jólunum tengjast gjafir og slíkt sem börnum þætti leiðinlegt að missa af og því ósanngjarnt að setja foreldra í þá stöðu að leyfa þeim ekki að vera með. Það á ekki að mismuna börnum eftir trúarskoðunum – fyrir nú utan að það er auðvitað alveg rétt hjá Richard Dawkins að það er fáránlegt að flokka börn eftir trúarskoðunum foreldra þeirra. Af þeirri ástæðu vil ég ekki að börn séu send í Landakotsskóla (kaþólikkar) eða Suðurhlíðarskóla (aðventistar). Hvað á það að þýða að heilaþvo börnin svo gjörsamlega að þau fái ekki að kynnast öðrum skoðunum en skoðunum foreldra sinna? Í öðrum grunnskólum eru þó börn af ýmsum uppruna og frá allskonar heimilum.
Föstudagsmorguninn 7. desember steig alþingismaður sem jafnframt er prestur í pontu Alþingis og kvartaði undan því að kristilegt siðgæði eigi ekki lengur að kenna í skólum en bara umburðarlyndi, sáttfýsi og virðingu fyrir manngildi.* Ég bjóst við að hann segði að þetta væri nú allt innifalið í kristilegu siðgæði og því væri það bara orðalagið sem færi fyrir brjóstið á honum en nei, hann minntist ekkert á það. Hinsvegar vildi hann bæta við orðinu ‘kærleikur’ og þá líklega á þeim forsendum að kristilegt siðgæði byggðist á kærleika. Við hin, sem erum trúlaus, teljum okkur alveg örugglega jafn fær um kærleik eins og þau sem þykjast hafa einkarétt á honum í nafni kristilegs kærleika. Auk þess held ég að þjóðkirkjan með biskup í broddi fylkingar og Gunnar í Krossinum sem háværan á kantinum hafi alveg afsannað fyrir okkur hinum að boðskapur þeirra í málefnum samkynhneigðra byggist á kærleik.
___
*Áður var semsagt í grunnskólalögum frá árinu 1974 að: „Kristilegt siðgæði eigi að móta starfshætti skólans.“ En nú á, gangi þessi breyting eftir, er hugtakið kristilegt siðgæði tekið út og í staðinn sagt að „umhyggja og sáttfýsi og virðing fyrir manngildi eigi að móta skólastarfið.“
<< Home