Tímabær hugleiðing um jólabækur
Meðan góðærið geisaði dróst bóksala saman. Arnaldur seldi reyndar vel og nokkrir reyfarahöfundar aðrir en miðað við allt það kaupæði sem almenningur var haldinn þá dróst bóksala afturúr eða stóð í stað í besta falli. Mér fannst þetta ekkert skrítið á sínum tíma, bækur rándýrar og ég hikaði við að kaupa mér nýjustu jólabækurnar og beið frekar eftir að þær kæmu í kilju (sembeturfer koma flestallar bækur líka í kilju). Það kom mér því mjög á óvart fyrstu jólin eftir bankahrun (og síðustu jól líka) þegar í ljós kom að bóksala hafði aukist.
Þá var mér bent á að skýringin væri sú að nú hefði fólk ekki farið til útlanda í verslunarferðir fyrir jólin (engar íslenskar bækur í útlöndum) en þar hefði það keypt jólagjafirnar meðan allir hegðuðu sér eins og auðkýfingar. Að auki hefðu bækur þótt svo fáránlega ódýrar í augum þeirra sem höfðu mikið milli handanna (stolið eða skuldað) að það var hálfgerð skömm að því að gefa svo skítlegar jólagjafir. Svoleiðis fólk gaf auðvitað börnunum sínum nýjustu leikjatölvurnar (sem bættust við fyrri árganga allra leikjatölva sem börnin áttu fyrir), plús tölvuleiki auðvitað og farsíma auk smotterís annars eins og skíðaútbúnaðar. Þeir sem voru minnst nískir við blessuð börnin gáfu þeim snjósleða — vélknúna.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stakk uppá því um daginn að sami virðisaukaskattur yrði lagður á bækur og aðra neysluvöru. Flestum bókmenntaunnendum þykir þetta vond stefna og óttast mjög um framtíð menningar á landinu ef af verður. En kannski verður hærra bókaverð til þess að fólki finnst það kinnroðalaust geta gefið bækur í jólagjöf og það verði jafnvel aftur þannig að börn tilkynni bekkjarsystkinum sínum með stolt í röddinni hve margar bækur þau fengu í jólagjöf og hve margar þeirra þau náðu að lesa yfir jólin.
Reyndar þykja mér tillögur AGS um hækkun virðisaukaskatts á bækur vera vondar og vona að ríkisstjórnin taki þær ekki til greina. Næstum jafn vondar og þær að hækka matarskattinn. Nær væri að fylgja öðrum tillögum AGS (sjóðurinn bauð semsé uppá nokkrar leiðir) sem fjalla um hækkun eldsneytisskatts, fjármagnstekjuskatts, eignaskatts og auðlinda- og umhverfisskatta. Þeir skattar myndu leggjast á þá sem meira mega sín en hækkaður skattur á bækur myndi minnka bóksölu — sem þýðir minni laun til rithöfunda sem aftur myndi leiða til að færri gætu séð sér fært að skrifa bækur — og skerða möguleika fólks á að eignast bækur.
Það var nefnilega allan tímann fólk á Íslandi sem ekki fór til útlanda fyrir jólin og dældi ekki rándýru tækjadóti í sig og börnin. Sumt fólk hafði hreinlega ekki áhuga en ekki má gleyma að fjöldi fólks hafði ekki efni á því og þá heldur ekki á dýrum bókum. Það má ekki alveg svipta þann hluta þjóðarinnar möguleikanum á að eignast góða bók.
___
Ég sé að Fréttablaðið liggur yfir blogginu mínu og hefur í skjóli nætur skrifað frétt um þetta mál. Þar á bæ er reyndar talað um skólabækur sem mér voru ekki efst í huga; í ágústbyrjun hugsa ég um jólin.
Þá var mér bent á að skýringin væri sú að nú hefði fólk ekki farið til útlanda í verslunarferðir fyrir jólin (engar íslenskar bækur í útlöndum) en þar hefði það keypt jólagjafirnar meðan allir hegðuðu sér eins og auðkýfingar. Að auki hefðu bækur þótt svo fáránlega ódýrar í augum þeirra sem höfðu mikið milli handanna (stolið eða skuldað) að það var hálfgerð skömm að því að gefa svo skítlegar jólagjafir. Svoleiðis fólk gaf auðvitað börnunum sínum nýjustu leikjatölvurnar (sem bættust við fyrri árganga allra leikjatölva sem börnin áttu fyrir), plús tölvuleiki auðvitað og farsíma auk smotterís annars eins og skíðaútbúnaðar. Þeir sem voru minnst nískir við blessuð börnin gáfu þeim snjósleða — vélknúna.
Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn stakk uppá því um daginn að sami virðisaukaskattur yrði lagður á bækur og aðra neysluvöru. Flestum bókmenntaunnendum þykir þetta vond stefna og óttast mjög um framtíð menningar á landinu ef af verður. En kannski verður hærra bókaverð til þess að fólki finnst það kinnroðalaust geta gefið bækur í jólagjöf og það verði jafnvel aftur þannig að börn tilkynni bekkjarsystkinum sínum með stolt í röddinni hve margar bækur þau fengu í jólagjöf og hve margar þeirra þau náðu að lesa yfir jólin.
Reyndar þykja mér tillögur AGS um hækkun virðisaukaskatts á bækur vera vondar og vona að ríkisstjórnin taki þær ekki til greina. Næstum jafn vondar og þær að hækka matarskattinn. Nær væri að fylgja öðrum tillögum AGS (sjóðurinn bauð semsé uppá nokkrar leiðir) sem fjalla um hækkun eldsneytisskatts, fjármagnstekjuskatts, eignaskatts og auðlinda- og umhverfisskatta. Þeir skattar myndu leggjast á þá sem meira mega sín en hækkaður skattur á bækur myndi minnka bóksölu — sem þýðir minni laun til rithöfunda sem aftur myndi leiða til að færri gætu séð sér fært að skrifa bækur — og skerða möguleika fólks á að eignast bækur.
Það var nefnilega allan tímann fólk á Íslandi sem ekki fór til útlanda fyrir jólin og dældi ekki rándýru tækjadóti í sig og börnin. Sumt fólk hafði hreinlega ekki áhuga en ekki má gleyma að fjöldi fólks hafði ekki efni á því og þá heldur ekki á dýrum bókum. Það má ekki alveg svipta þann hluta þjóðarinnar möguleikanum á að eignast góða bók.
___
Ég sé að Fréttablaðið liggur yfir blogginu mínu og hefur í skjóli nætur skrifað frétt um þetta mál. Þar á bæ er reyndar talað um skólabækur sem mér voru ekki efst í huga; í ágústbyrjun hugsa ég um jólin.
<< Home