þriðjudagur, júlí 06, 2010

Allt jafn réttdræpt?

Fréttablaðið hefur ekki borist innum póstlúguna hjá mér í umþaðbil viku og ég get ekki sagt að ég sakni þess sérstaklega. Fann mér bara eitthvað annað til að lesa með morgunmatnum. Sýnist reyndar á þeim forsíðum blaðsins sem hafa blasað við mér hér og þar, og fréttum á Vísi.is að blaðið sé uppfullt af áróðri fyrir hvalveiðum og gegn kattahaldi.* Sérkennileg ritstjórnarstefna.

___
* Ef marka má þessar fréttir þá ráðast illvígir kettir á allt sem fyrir verður og í Kópavogi, hvar Geiri í Goldfinger er enn með rekstur á nektardansstað, stendur til að herða reglur um kattahald. Kannski flokkast þetta undir gúrkufréttir en ég hélt bara ekki að það hefði komið nein gúrkutíð eftir október 2008.

Efnisorð: , ,