Sniðganga sniðgengin með samningum
Þó að ég hafi sniðgengið fjölda fyrirtækja þykir mér oft mjög erfitt að hætta að versla við þau. Stundum finnst mér ég vera háð vörunni en líka hefur það komið fyrir að mér sárnar sú framkoma í minn garð (eða annarra kvenna) sem verður til þess að ég treysti mér ekki til að eiga viðskipti við fyrirtækið framar. Ég hef reyndar reynt að forðast þannig aðstæður í lengstu lög. Þegar ég á erindi við einhverskonar verkstæði, þar sem karlmenn ráða ríkjum, reyni ég tildæmis eftir fremsta megni að stíga ekki inn fyrir þröskuldinn. Reyni helst að tala við starfsmennina úti á plani og þurfi ég að fara inn til að borga þá kvíði ég því alltaf að reka augun í nektarmyndardagatal eða álíka sem muni breyta því sem fram að því var vinsamleg samskipti uppí leiðindi.* Ég hef áður skrifað um hve ömurlegar mér þykja svona uppákomur.
Fyrir nokkrum dögum átti ég erindi á verkstæði og þegar ég ætlaði að borga þurfti ég að ganga framhjá opnum dyrum og þar fyrir innan blasti við allsnakin kona á enn einu verkstæðisplakatinu. Ég varð nánast miður mín því ég og fjölskylda mín höfðum átt viðskipti við þetta verkstæði frá upphafi og alltaf fengið góða þjónustu. Nú voru góð ráð dýr. Þegar ég var búin að borga náði ég að hiksta uppúr mér að mér þætti mjög leiðinlegt að hafa rekið augun í þessa nektarmynd** því ég teldi mig vera góðan kúnna og þætti miður að fá í andlitið að litið væri á konur sem skrokka. Ég þurfti sembeturfer ekkert að halda langa ræðu eða útskýra í smáu eða stóru hversvegna ég teldi myndir af nöktum konum óæskilegar eða að ég ætti ekki að þurfa að horfa á þær*** því forstjórinn kinkaði lúpulegur kolli og tautaði „ég veit hvað þú átt við“ og bætti við að hann myndi taka veggspjaldið niður.
Ég varð hálf hvumsa við þessi viðbrögð, hafði átt von á rifrildi og í kjölfarið að ég myndi aldrei eiga viðskipti við verkstæðið hans aftur. Þess í stað fannst mér vera tekið mark á mér, ég vera einhvers virt (eða allavega peningarnir mínir) og fannst í raun við forstjórinn bæði komast vel frá þessu máli. Ég hyggst því ekki sniðganga verkstæðið í framtíðinni.**** Kannski má þakka þetta því að mér hefur farið fram í samskiptatækninni eða kannski eru karlmenn farnir að skilja að konur eru líka viðskiptavinir. Hið fyrrnefnda væri stórt skref fyrir mig en hið síðarnefnda þó líklega stærra skref fyrir samfélagið allt.
___
* Þegar ég hætti að versla við AP varahluti var mynd af nánast naktri konu alveg frammi í afgreiðslunni svo þar var ekki hægt að víkja sér undan því að sjá hana, þau viðskipti enduðu vægast sagt með leiðindum því ég lenti í hávaðarifrildi við starfsmenn vegna myndarinnar sem þeim þótti svo sjálfsögð myndskreyting.
** Ég notaði held ég ekki orðið klám (s.s. klámmynd) né nein blótsyrði meðan á þessu samtali stóð.
*** Þakka má Femínistafélaginu, og hinu þrotlausa starfi þeirra á ýmsum vettvangi, að nú þarf ekki lengur að halda langar ræður yfir karlmönnum sem þykjast ekki skilja hugtakið misrétti; heldur er almenningur allur með helstu baráttumál feminista á hreinu og veit hvað klukkan slær þegar brestur á með ræðuhöldum.
**** Ja, nema ef helvítis klámmyndin hangir þarna enn næst þegar ég kem, þá flokkast það líklega undir forsendubrest.
Fyrir nokkrum dögum átti ég erindi á verkstæði og þegar ég ætlaði að borga þurfti ég að ganga framhjá opnum dyrum og þar fyrir innan blasti við allsnakin kona á enn einu verkstæðisplakatinu. Ég varð nánast miður mín því ég og fjölskylda mín höfðum átt viðskipti við þetta verkstæði frá upphafi og alltaf fengið góða þjónustu. Nú voru góð ráð dýr. Þegar ég var búin að borga náði ég að hiksta uppúr mér að mér þætti mjög leiðinlegt að hafa rekið augun í þessa nektarmynd** því ég teldi mig vera góðan kúnna og þætti miður að fá í andlitið að litið væri á konur sem skrokka. Ég þurfti sembeturfer ekkert að halda langa ræðu eða útskýra í smáu eða stóru hversvegna ég teldi myndir af nöktum konum óæskilegar eða að ég ætti ekki að þurfa að horfa á þær*** því forstjórinn kinkaði lúpulegur kolli og tautaði „ég veit hvað þú átt við“ og bætti við að hann myndi taka veggspjaldið niður.
Ég varð hálf hvumsa við þessi viðbrögð, hafði átt von á rifrildi og í kjölfarið að ég myndi aldrei eiga viðskipti við verkstæðið hans aftur. Þess í stað fannst mér vera tekið mark á mér, ég vera einhvers virt (eða allavega peningarnir mínir) og fannst í raun við forstjórinn bæði komast vel frá þessu máli. Ég hyggst því ekki sniðganga verkstæðið í framtíðinni.**** Kannski má þakka þetta því að mér hefur farið fram í samskiptatækninni eða kannski eru karlmenn farnir að skilja að konur eru líka viðskiptavinir. Hið fyrrnefnda væri stórt skref fyrir mig en hið síðarnefnda þó líklega stærra skref fyrir samfélagið allt.
___
* Þegar ég hætti að versla við AP varahluti var mynd af nánast naktri konu alveg frammi í afgreiðslunni svo þar var ekki hægt að víkja sér undan því að sjá hana, þau viðskipti enduðu vægast sagt með leiðindum því ég lenti í hávaðarifrildi við starfsmenn vegna myndarinnar sem þeim þótti svo sjálfsögð myndskreyting.
** Ég notaði held ég ekki orðið klám (s.s. klámmynd) né nein blótsyrði meðan á þessu samtali stóð.
*** Þakka má Femínistafélaginu, og hinu þrotlausa starfi þeirra á ýmsum vettvangi, að nú þarf ekki lengur að halda langar ræður yfir karlmönnum sem þykjast ekki skilja hugtakið misrétti; heldur er almenningur allur með helstu baráttumál feminista á hreinu og veit hvað klukkan slær þegar brestur á með ræðuhöldum.
**** Ja, nema ef helvítis klámmyndin hangir þarna enn næst þegar ég kem, þá flokkast það líklega undir forsendubrest.
Efnisorð: karlmenn, Klám, sniðganga (boycott)
<< Home