Áhugamál karla — enda alltof mikið talað um konur og engin þeirra ber!
Margt hefði ég viljað minnast á í dag og megnið af því jákvætt. En rétt í þessu las ég blogg Jennýjar Önnu þarsem hún forundraði sig á Kastljósi kvöldsins, þannig að ég vippaði mér inná síðu RÚV og horfði á valda búta úr þættinum. Ég tek undir með Jennýju að það er furðulegt að sýna þessa ógagnrýnu mynd af Bandaríkjaher og magnað dómgreindarleysi af fréttamanninum íslenska að taka þátt í þessu — að því er virðist af lífi og sál.
En það var annað atriði Kastljóssins sem fór enn meir fyrir brjóstið á mér og það var umfjöllunin um ljósmyndasýningu sem ku vera á veggjum Listasafns Íslands. Ljósmyndarinn hafði semsé farið á karlavinnustaði og tekið myndir, ekki síst af myndum af mismunandi mikið nöktum konum* sem karlarnir hafa hengt upp hjá sér. Þetta kallaði ljósmyndarinn „venusardýrkun“ og sagði karlmennskuna eiga undir högg að sækja. Hörkukallar þurfi helst að fela sig. Jahá.
Það er greinilegt að það hefur verið fjallað of mikið um kvennabaráttuna undanfarna daga. Ársskýrsla Stígamóta, skýrsla Amnesty um kynferðisofbeldi og svo mansalsdómurinn þar sem kvenkyns dómsmálaráðherra verður fyrir svörum — þetta er greinilega aaaaaaallltof mikið kvennadekur og tími til kominn að helga áhugamálum karla svona eins og megnið af einum Kastljósþætti. Hermennska og berar konur til sýnis.** Anskoti flott bara.
Það vantaði reyndar að ljósmyndarinn segði hvar hann tók myndirnar. Ég vil helst fá nöfn vinnustaðanna svo ég eigi þar engin viðskipti. Það eru einhverjar ömurlegustu uppákomur sem ég lendi í þegar ég fer með bíl á verkstæði og kemst að því að þar eru konur álitnar rúnkfóður og eitthvað til að gera gys að við félagana, semsagt niðurlægðar endalaust. Nei, þetta er ekki Venusardýrkun, þetta er kvenfyrirlitning.
___
* Gatnúskeð að loksins þegar Kastljósið sinnir menningu og listasöfnum þá eru berar konur til sýnis.
** Þarf ég að minna á það eina ferðina enn að konur sem starfa í klámiðnaðinum — hvort sem starfið felst í að fækka fötum uppi á sviði, sitja fyrir á ljósmyndum, leika í klámmyndum eða stunda vændi — eru þolendur kynferðisofbeldis; konur með skerta sjálfsvirðingu sem jafnvel þekkja ekkert annað en að þurfa að skipta á líkama sínum og athygli, ástúð, mat? Frábært að klína þeim uppá vegg á skítugum vinnustöðum.
En það var annað atriði Kastljóssins sem fór enn meir fyrir brjóstið á mér og það var umfjöllunin um ljósmyndasýningu sem ku vera á veggjum Listasafns Íslands. Ljósmyndarinn hafði semsé farið á karlavinnustaði og tekið myndir, ekki síst af myndum af mismunandi mikið nöktum konum* sem karlarnir hafa hengt upp hjá sér. Þetta kallaði ljósmyndarinn „venusardýrkun“ og sagði karlmennskuna eiga undir högg að sækja. Hörkukallar þurfi helst að fela sig. Jahá.
Það er greinilegt að það hefur verið fjallað of mikið um kvennabaráttuna undanfarna daga. Ársskýrsla Stígamóta, skýrsla Amnesty um kynferðisofbeldi og svo mansalsdómurinn þar sem kvenkyns dómsmálaráðherra verður fyrir svörum — þetta er greinilega aaaaaaallltof mikið kvennadekur og tími til kominn að helga áhugamálum karla svona eins og megnið af einum Kastljósþætti. Hermennska og berar konur til sýnis.** Anskoti flott bara.
Það vantaði reyndar að ljósmyndarinn segði hvar hann tók myndirnar. Ég vil helst fá nöfn vinnustaðanna svo ég eigi þar engin viðskipti. Það eru einhverjar ömurlegustu uppákomur sem ég lendi í þegar ég fer með bíl á verkstæði og kemst að því að þar eru konur álitnar rúnkfóður og eitthvað til að gera gys að við félagana, semsagt niðurlægðar endalaust. Nei, þetta er ekki Venusardýrkun, þetta er kvenfyrirlitning.
___
* Gatnúskeð að loksins þegar Kastljósið sinnir menningu og listasöfnum þá eru berar konur til sýnis.
** Þarf ég að minna á það eina ferðina enn að konur sem starfa í klámiðnaðinum — hvort sem starfið felst í að fækka fötum uppi á sviði, sitja fyrir á ljósmyndum, leika í klámmyndum eða stunda vændi — eru þolendur kynferðisofbeldis; konur með skerta sjálfsvirðingu sem jafnvel þekkja ekkert annað en að þurfa að skipta á líkama sínum og athygli, ástúð, mat? Frábært að klína þeim uppá vegg á skítugum vinnustöðum.
Efnisorð: Fjölmiðlar, karlmenn, Klám, Nauðganir, vændi
<< Home