fimmtudagur, mars 04, 2010

Látum hann gera gagn

Ég er ekki ein þeirra sem mun sakna sjónvarpsþulanna af skjánum. Ekki frekar en ég sakna fréttalesturs Páls Magnússonar. Hinsvegar held ég að það hefði mátt fá einn starfsmann í störf þeirra allra og hann hefði líklega sætt sig við sjónvarpsþululaunin ein og sér, ekkert þurft jeppa. Sumt fólk er nefnilega svo athyglissjúkt að það gerir hvað sem er og vill öllu til kosta til að komast í sviðsljósið.

Mér sýnist nefnilega Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sakna gömlu góðu daganna þegar hann mætti til vinnu í Sjónvarpinu. Þar vill hann vera. Væri ekki nær að láta hann fá launað starf þar heldur en að þurfa að hlusta á hann (og röddina hans) í ræðustól alþingis og í fjölmiðlum að bera uppi endalausar mótbárur við öllu sem ríkisstjórnin gerir — meira segja þegar er lagt í samningaferðir og þjóðaratkvæðagreiðslur* sem hann hefur grenjað út?

Leyfum honum að kynna Bráðavaktina svo hann hætti að þvælast fyrir!

__
* Mér sýnist á öllu að Soffía og Hjörvar hafi skilgreint þjóðaratkvæðagreiðsluna einna best. Þaraf sá síðarnefndi með smellpassandi greiningu á Framsóknarafstöðu Sigmundar Davíðs.

Efnisorð: , ,