Margur verður af aurum api
Fyrir nokkru hófu að birtast í sjónvarpi (og blöðum) auglýsingar sem mér fundust svo ömurlegar að enn hef ég ekki séð eina einustu þeirra til enda. Þetta voru auglýsingar fyrir Símann og í þeim léku nokkrir af vinsælustu ungu leikurum þjóðarinnar, allir klæddir eins og hálfvitar. Það sem mér fannst ömurlegt var niðurlæging þessara ágætu manna og velti ég því talsvert fyrir mér hvað í ósköpunum fengi þá til þess að lítillækka sig svona. Sannarlega klæðast leikarar ýmsum gervum og mörg hlutverk eru eflaust mjög fjarri þeirra eigin smekk og hegðun, en það hefur þá einhvern tilgang í persónusköpun og framvindu leikritsins. En að fara í ávaxtabúning til þess að leika í sjónvarpsauglýsingu — hvaða tilgangi þjónar það? Eina skýringin er sú að leikararnir hafi verið að vinna sér inn smá aur. Nú eru þetta leikarar sem hafa verið í nánast hverjum leiknum sjónvarpsþætti og kvikmynd sem hér hafa verið sýnd undanfarin ár, auk þess að varla er hægt að ramba í leikhús án þess að þeir séu á fjölunum. Þannig að ekki er það verkefnaskortur sem hrjáir þá og því álykta ég að enginn þeirra búi við verulega fátækt.
Sannarlega þarf fjöldi fólks — hér á landi sem annarstaðar — að taka hverja þá vinnu sem býðst, vinna langa vinnudaga við erfiðar aðstæður og getur ekki sett fyrir sig atriði eins og samvisku eða sómakennd, heldur verður einfaldlega að gera hvað sem er svo það eigi til hnífs og skeiðar.*
Á þetta við um það fólk sem tekur að sér að leika í heimskulegum sjónvarpsauglýsingum? Eða finnst því bara allt í lagi að gera hvað sem er fyrir peninga? Nú eru heimskulegar auglýsingar svosem ekkert mjög alvarlegt mál í sjálfu sér, þær eru bara niðurlægjandi fyrir það fólk sem tekur þátt í þeim og sýnir hvað það er til í að gera fyrir peninga, en hvað með auglýsingar þar sem verið er að blekkja fólk? Til dæmis í öllum bankaauglýsingum gróðærisins?** Ætli virðulegir rithöfundar sjái ekkert eftir að hafa lýst því yfir, íbyggnir á svip, að þeir treystu bankanum sínum — og ýttu þar með undir að vanþroskaður pöbullinn gerði hið sama? Má vera að fjárhagsleg staða þeirra sjálfra hafi verið svo slæm að aurinn fyrir auglýsinguna hafi gert gæfumuninn um hvort fjölskyldur þeirra ættu að borða þann mánuðinn, en einhvernveginn finnst mér það ekki líklegt.
Það er auðvitað ekkert nema hroki að gera lítið úr fólki sem er bara að vinna sér inn peninga — en hvar liggja mörkin? Ég er ekki einu sinni að tala um einhverja útrásarvíkinga sem nú er vitað að voru ræningjar og ruplarar með enga siðferðisvitund, heldur venjulegt fólk. Sumt starfsfólk bankanna vissi auðvitað ekkert hvað gekk þar á, en allmörgu virðist hafa fundist í lagi að hringja í viðskiptavini og leggja hart að þeim að taka peninga úr öruggum sjóðum eða af innistæðureikningum og kaupa hlutafé í bönkunum fyrir aleiguna — varla hefur það allt verið svo skyni skroppið að sjá ekki að þetta var óeðlilegt, en gerði það samt, var bara í vinnunni. Klassísk afsökun auðvitað.***
Mér finnst heldur ekki eðlilegt að vera til í að ráða sig í vinnu sem gengur útá að ljúga að fólki (auglýsingamennska, markaðssetning, mikið af sölumennsku og almannatengsl virðast ganga útá einmitt það) eða skrifa slúðurfréttir (t.d. á Séð og heyrt,**** Vísi, Eyjunni, Pressunni). Samt er fullt af fólki sem vinnur slík störf og sér ekkert athugavert við það.
Svo eru það auðvitað þeir sem eru hreinlega til í að gera hvað sem er fyrir peninginn. Ráða sig tildæmis í forstjóradjobb og þegar þeir átta sig á að þeir eru þar bara útá nafnið og andlitið á sér en ekki er ætlast til að þeir skipti sér af neinu eða þvælist fyrir meiriháttar ákvörðunum, þá hefur það engin áhrif á sjálfsvirðinguna heldur einblína þeir á launatékkann og gera það sem þeim er sagt. Ja, eða segja allavega eftirá að svoleiðis hafi það verið. Mestu máli skiptir þó alltaf að þeir fengu peninginn sinn.
Sér þetta fólk ekki niðurlægingu sína eða er afl peninga svo mikið í lífi þess að ekkert fær bitið á það svo framarlega sem veskið þykknar? Kemur kannski bara heim á kvöldin og kveikir undir grillinu og hugsar, assgoti var þetta góður dagur — ég lék í svo skemmtilegri auglýsingu þar sem ég var klæddur eins og ávöxtur.
Eða er það bara ég sem sé samasemmerki milli hugsunarháttar leikara í ávaxtabúningi og viðskiptalífsforkólfanna?
___
* Auk fólks sem ræður sig í þrælavinnu í verksmiðjum eru vændiskonur og klámmyndaleikarar augljós dæmi um fólk í slíkum aðstæðum.
** Kannski voru auglýsingar bankanna ekki byggðar á blekkingum enda þótt svo virðist núna (einhver á sjálfsagt eftir að grandskoða þær allar), en þær ýttu a.m.k. undir þá stemningu að bankarnir væru með þetta allt á hreinu og við ættum endilega að rétta þeim peningana okkar.
Annars var undarlegt atriði í áramótaskaupinu síðasta með poppstjörnunni sem gaf sparisjóðnum Byr heilsufarsvottorð, þar sem hann var sýndur hneykslaður á þeim sem gerðu grín að honum vegna auglýsinganna. Ég hneykslaðist aðallega á því að hann skyldi ekki biðjast opinberlega afsökunar, enda þótt Byr hafi sannarlega ekki verið einn hrunbankanna þá var greinilega ekki allt með felldu þar á bæ heldur, enda þó það hafi e.t.v. ekki verið komið uppá yfirborðið þegar auglýsingarnar voru teknar.
*** Ásmundur Stefánsson núverandi bankastjóri Landsbankans líkti slíku starfsfólki við fangaverði í útrýmingarbúðum, sem töldu sig líka hafa þá afsökun að vera bara að gera það sem þeim var sagt. Ekki varð Ásmundur mjög vinsæll fyrir þessi orð sín. — Viðbót: Samtök lánþega hafa tilkynnt bankastarfsmönnum að þeir geti átt von á lögsókn vegna þess tjóns sem viðskiptavinir bankanna hafi orðið fyrir vegna rangra eða gáleysislegra vinnubragða þeirra. Ég er nú ekki viss um að þetta sé sérlega heppileg leið fyrir Samtök lánþega, svona í ljósi þess að sumir þeirra einfaldlega fóru fram úr sjálfum sér, en það er samt ágætt ef þetta verður til þess að ábyrgð starfsmanna á störfum sínum verði rædd, og þá á ég ekki bara við um bankastarfsfólk.
**** Einhverntímann stóð ég í röð við kassann í Krónunni og þarnæst fyrir framan mig var þekkt kona í þjóðfélaginu. Útundan mér sá ég Séð og heyrt á hillu við kassann og þegar ég var komin nógu nálægt sá ég skilnað þessarar konu auglýstan með flennifyrirsögn og jafnframt mynd af manninum hennar með nýju konunni í lífi hans — allt hafði þetta gerst innan við mánuði áður en skítasnepillinn ákvað að smyrja þessum fréttum framan í alþjóð. Ég dauðvorkenndi aumingjans konunni að þurfa að hafa þetta fyrir augunum og vita af öllu fólkinu inní búðinni að lesa fyrirsagnirnar. Ég spurði sjálfa mig, og ekki í fyrsta sinn: hvernig getur fólk unnið á Séð og heyrt?
Sannarlega þarf fjöldi fólks — hér á landi sem annarstaðar — að taka hverja þá vinnu sem býðst, vinna langa vinnudaga við erfiðar aðstæður og getur ekki sett fyrir sig atriði eins og samvisku eða sómakennd, heldur verður einfaldlega að gera hvað sem er svo það eigi til hnífs og skeiðar.*
Á þetta við um það fólk sem tekur að sér að leika í heimskulegum sjónvarpsauglýsingum? Eða finnst því bara allt í lagi að gera hvað sem er fyrir peninga? Nú eru heimskulegar auglýsingar svosem ekkert mjög alvarlegt mál í sjálfu sér, þær eru bara niðurlægjandi fyrir það fólk sem tekur þátt í þeim og sýnir hvað það er til í að gera fyrir peninga, en hvað með auglýsingar þar sem verið er að blekkja fólk? Til dæmis í öllum bankaauglýsingum gróðærisins?** Ætli virðulegir rithöfundar sjái ekkert eftir að hafa lýst því yfir, íbyggnir á svip, að þeir treystu bankanum sínum — og ýttu þar með undir að vanþroskaður pöbullinn gerði hið sama? Má vera að fjárhagsleg staða þeirra sjálfra hafi verið svo slæm að aurinn fyrir auglýsinguna hafi gert gæfumuninn um hvort fjölskyldur þeirra ættu að borða þann mánuðinn, en einhvernveginn finnst mér það ekki líklegt.
Það er auðvitað ekkert nema hroki að gera lítið úr fólki sem er bara að vinna sér inn peninga — en hvar liggja mörkin? Ég er ekki einu sinni að tala um einhverja útrásarvíkinga sem nú er vitað að voru ræningjar og ruplarar með enga siðferðisvitund, heldur venjulegt fólk. Sumt starfsfólk bankanna vissi auðvitað ekkert hvað gekk þar á, en allmörgu virðist hafa fundist í lagi að hringja í viðskiptavini og leggja hart að þeim að taka peninga úr öruggum sjóðum eða af innistæðureikningum og kaupa hlutafé í bönkunum fyrir aleiguna — varla hefur það allt verið svo skyni skroppið að sjá ekki að þetta var óeðlilegt, en gerði það samt, var bara í vinnunni. Klassísk afsökun auðvitað.***
Mér finnst heldur ekki eðlilegt að vera til í að ráða sig í vinnu sem gengur útá að ljúga að fólki (auglýsingamennska, markaðssetning, mikið af sölumennsku og almannatengsl virðast ganga útá einmitt það) eða skrifa slúðurfréttir (t.d. á Séð og heyrt,**** Vísi, Eyjunni, Pressunni). Samt er fullt af fólki sem vinnur slík störf og sér ekkert athugavert við það.
Svo eru það auðvitað þeir sem eru hreinlega til í að gera hvað sem er fyrir peninginn. Ráða sig tildæmis í forstjóradjobb og þegar þeir átta sig á að þeir eru þar bara útá nafnið og andlitið á sér en ekki er ætlast til að þeir skipti sér af neinu eða þvælist fyrir meiriháttar ákvörðunum, þá hefur það engin áhrif á sjálfsvirðinguna heldur einblína þeir á launatékkann og gera það sem þeim er sagt. Ja, eða segja allavega eftirá að svoleiðis hafi það verið. Mestu máli skiptir þó alltaf að þeir fengu peninginn sinn.
Sér þetta fólk ekki niðurlægingu sína eða er afl peninga svo mikið í lífi þess að ekkert fær bitið á það svo framarlega sem veskið þykknar? Kemur kannski bara heim á kvöldin og kveikir undir grillinu og hugsar, assgoti var þetta góður dagur — ég lék í svo skemmtilegri auglýsingu þar sem ég var klæddur eins og ávöxtur.
Eða er það bara ég sem sé samasemmerki milli hugsunarháttar leikara í ávaxtabúningi og viðskiptalífsforkólfanna?
___
* Auk fólks sem ræður sig í þrælavinnu í verksmiðjum eru vændiskonur og klámmyndaleikarar augljós dæmi um fólk í slíkum aðstæðum.
** Kannski voru auglýsingar bankanna ekki byggðar á blekkingum enda þótt svo virðist núna (einhver á sjálfsagt eftir að grandskoða þær allar), en þær ýttu a.m.k. undir þá stemningu að bankarnir væru með þetta allt á hreinu og við ættum endilega að rétta þeim peningana okkar.
Annars var undarlegt atriði í áramótaskaupinu síðasta með poppstjörnunni sem gaf sparisjóðnum Byr heilsufarsvottorð, þar sem hann var sýndur hneykslaður á þeim sem gerðu grín að honum vegna auglýsinganna. Ég hneykslaðist aðallega á því að hann skyldi ekki biðjast opinberlega afsökunar, enda þótt Byr hafi sannarlega ekki verið einn hrunbankanna þá var greinilega ekki allt með felldu þar á bæ heldur, enda þó það hafi e.t.v. ekki verið komið uppá yfirborðið þegar auglýsingarnar voru teknar.
*** Ásmundur Stefánsson núverandi bankastjóri Landsbankans líkti slíku starfsfólki við fangaverði í útrýmingarbúðum, sem töldu sig líka hafa þá afsökun að vera bara að gera það sem þeim var sagt. Ekki varð Ásmundur mjög vinsæll fyrir þessi orð sín. — Viðbót: Samtök lánþega hafa tilkynnt bankastarfsmönnum að þeir geti átt von á lögsókn vegna þess tjóns sem viðskiptavinir bankanna hafi orðið fyrir vegna rangra eða gáleysislegra vinnubragða þeirra. Ég er nú ekki viss um að þetta sé sérlega heppileg leið fyrir Samtök lánþega, svona í ljósi þess að sumir þeirra einfaldlega fóru fram úr sjálfum sér, en það er samt ágætt ef þetta verður til þess að ábyrgð starfsmanna á störfum sínum verði rædd, og þá á ég ekki bara við um bankastarfsfólk.
**** Einhverntímann stóð ég í röð við kassann í Krónunni og þarnæst fyrir framan mig var þekkt kona í þjóðfélaginu. Útundan mér sá ég Séð og heyrt á hillu við kassann og þegar ég var komin nógu nálægt sá ég skilnað þessarar konu auglýstan með flennifyrirsögn og jafnframt mynd af manninum hennar með nýju konunni í lífi hans — allt hafði þetta gerst innan við mánuði áður en skítasnepillinn ákvað að smyrja þessum fréttum framan í alþjóð. Ég dauðvorkenndi aumingjans konunni að þurfa að hafa þetta fyrir augunum og vita af öllu fólkinu inní búðinni að lesa fyrirsagnirnar. Ég spurði sjálfa mig, og ekki í fyrsta sinn: hvernig getur fólk unnið á Séð og heyrt?
Efnisorð: Fjölmiðlar, hrunið, Klám, Verkalýður, vændi
<< Home