Öll gagnrýni er sprottin af öfund, alltaf
Það er mikið um öfund í þessu þjóðfélagi og líklega er það nú helsta þjóðarbölið. Sjáið bara allt þetta fólk sem getur ekkert og kann ekkert og notar því hvert tækifæri til að níða niður það sem aðrir gera, af einskærri öfund.
Fatahönnuðir sem fást við kennslu á háskólastigi eru auðvitað að kafna úr öfund útí ómenntaða fatahönnuði. Spáðu í hvað það er glatað að vera bara að kenna eitthvað í staðinn fyrir að fá að vera með kjól á Júróvisjón?
Myndlistarmenn sem skrifa myndlistargagnrýni eru auðvitað bara misheppnaðir listamenn sem öfunda hina — svo ekki sé nú talað um ef gagnrýnandinn er ekkert myndlistarmenntuð heldur hefur eingöngu lagt stund á listfræði sem háskólafag. Þegar svoleiðis fólk skrifar gagnrýni er hún alltaf byggð á öfund.
Sama má segja um helvítis bókmenntafræðingana sem sitja um að níða niður helstu meistaraverk andans manna,* alltaf af eintómri öfund þeirra sem hafa menntað sig svo mikið að þau bera ekki kennsl á alvöru bókmenntir.
Lengi mætti telja upp öfundsjúkt hyski með háskólagráður sem sér ofsjónum yfir velgengni sér betur heppnaðs fólks en þó ekki verði það allt talið hér verður þó að nefna þetta:
Feministar. Ég meina, það er margsannað í fjölmörgum athugasemdakerfum bloggsíðna, að feministar hata fallegar konur og konur sem ganga í augun á karlmönnum. Þú veist, svona fegurðardrottningar og fáklæddar fyrirsætur. Þær barasta hatast útí þær vegna þær eru svo ljótar sjálfar og enginn vill þær og þessvegna eru þær að kafna úr öfund!
Og talandi um öfund — muniði hvað það voru margir afturhaldskommatittir sem öfunduðust útí alla þá sem áttu peninga og ferðuðust um á einkaþotum, ha? Sumt af þessu kommahyski var þvílíkt alltaf að gagnrýna eitthvað (og við vitum öll að gagnrýni er bara þykjustuleikur til að fela öfundina) og segja að það væri bara ekki í lagi þessi munur á ríkum og fátækum og eitthvað.** Öfundin alveg skein af þessu liði, bæði því sem var að reyna að stoppa partýið úr ræðustólum á alþingi og því sem bara nöldraði útí bæ — greinilega hrikalega svekkt yfir að komast aldrei á forsíðuna á Séð og heyrt!
Kræst, hvað fólk lætur alltaf öfundina stjórna sér. Ótrúlega neikvætt eitthvað.***
___
* Muniði eftir honum þarna leikhúsgagnrýnandanum sem var svo leiðinlegur að honum var ekki hleypt í leikhús? Hann var greinilega mega svekktur yfir að vera bara ekki jafn flottur og Ingvar Sigurðsson þegar hann er ber að ofan.
** Hugsa sér að það sé til fólk sem talar meirasegja um 'uppbyggilega gagnrýni' — hvað er það? Eða 'gagnrýni sem aðhald'? Getur þetta lið ekki bara sagt hreint út að það sé ljótt og misheppnað og haldi að enginn fatti það ef það böggar bara alltaf nógu mikið þá sem gengur vel og eru flottir?
*** Meira segja þegar fólk bjargast úr lífsháska þá er alltaf einhver sem er neikvæður og gagnrýnir. Eins og þegar konan bjargaðist af jöklinum um daginn, allskonar fólk að gagnrýna það! Eins og það væri ekki aðalmálið að hún var lifandi og allt, þó að einhver hallæris íslenskir veðurfræðingar hefðu spáð einhverju roki!
Fatahönnuðir sem fást við kennslu á háskólastigi eru auðvitað að kafna úr öfund útí ómenntaða fatahönnuði. Spáðu í hvað það er glatað að vera bara að kenna eitthvað í staðinn fyrir að fá að vera með kjól á Júróvisjón?
Myndlistarmenn sem skrifa myndlistargagnrýni eru auðvitað bara misheppnaðir listamenn sem öfunda hina — svo ekki sé nú talað um ef gagnrýnandinn er ekkert myndlistarmenntuð heldur hefur eingöngu lagt stund á listfræði sem háskólafag. Þegar svoleiðis fólk skrifar gagnrýni er hún alltaf byggð á öfund.
Sama má segja um helvítis bókmenntafræðingana sem sitja um að níða niður helstu meistaraverk andans manna,* alltaf af eintómri öfund þeirra sem hafa menntað sig svo mikið að þau bera ekki kennsl á alvöru bókmenntir.
Lengi mætti telja upp öfundsjúkt hyski með háskólagráður sem sér ofsjónum yfir velgengni sér betur heppnaðs fólks en þó ekki verði það allt talið hér verður þó að nefna þetta:
Feministar. Ég meina, það er margsannað í fjölmörgum athugasemdakerfum bloggsíðna, að feministar hata fallegar konur og konur sem ganga í augun á karlmönnum. Þú veist, svona fegurðardrottningar og fáklæddar fyrirsætur. Þær barasta hatast útí þær vegna þær eru svo ljótar sjálfar og enginn vill þær og þessvegna eru þær að kafna úr öfund!
Og talandi um öfund — muniði hvað það voru margir afturhaldskommatittir sem öfunduðust útí alla þá sem áttu peninga og ferðuðust um á einkaþotum, ha? Sumt af þessu kommahyski var þvílíkt alltaf að gagnrýna eitthvað (og við vitum öll að gagnrýni er bara þykjustuleikur til að fela öfundina) og segja að það væri bara ekki í lagi þessi munur á ríkum og fátækum og eitthvað.** Öfundin alveg skein af þessu liði, bæði því sem var að reyna að stoppa partýið úr ræðustólum á alþingi og því sem bara nöldraði útí bæ — greinilega hrikalega svekkt yfir að komast aldrei á forsíðuna á Séð og heyrt!
Kræst, hvað fólk lætur alltaf öfundina stjórna sér. Ótrúlega neikvætt eitthvað.***
___
* Muniði eftir honum þarna leikhúsgagnrýnandanum sem var svo leiðinlegur að honum var ekki hleypt í leikhús? Hann var greinilega mega svekktur yfir að vera bara ekki jafn flottur og Ingvar Sigurðsson þegar hann er ber að ofan.
** Hugsa sér að það sé til fólk sem talar meirasegja um 'uppbyggilega gagnrýni' — hvað er það? Eða 'gagnrýni sem aðhald'? Getur þetta lið ekki bara sagt hreint út að það sé ljótt og misheppnað og haldi að enginn fatti það ef það böggar bara alltaf nógu mikið þá sem gengur vel og eru flottir?
*** Meira segja þegar fólk bjargast úr lífsháska þá er alltaf einhver sem er neikvæður og gagnrýnir. Eins og þegar konan bjargaðist af jöklinum um daginn, allskonar fólk að gagnrýna það! Eins og það væri ekki aðalmálið að hún var lifandi og allt, þó að einhver hallæris íslenskir veðurfræðingar hefðu spáð einhverju roki!
Efnisorð: blogg, fegurðarsamkeppnir, feminismi, menning, menntamál, Sjónvarpsþættir
<< Home