Banki sem stenst allar helstu væntingar á einu bretti
Það eru breyttir tímar hjá bönkunum. Nú eru bankaráð jafnt skipuð konum sem körlum, konur eru jafnvel í formennsku bankaráðanna, og hvergi sjást þess nein merki lengur að afdankaðir pólitíkusar eða flokksdindlar Sjálfstæðisflokks finni sér sæti við borðið. Engin vafasöm tengsl við stjórnmálaflokka eða stórfyrirtæki. Nei, nú ber nýrra við.
Það er reyndar pínu undantekning frá þessu, en voða lítil. Hið nýja bankaráð bankans sem ég versla við er skipuð tveimur konum á móti fimm körlum og formaður ráðsins er fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára. Já og svo var hann yfir Landsvirkjun þegar allar fínu virkjanaáætlanirnar voru kynntar útlendingum og álfyrirtækjum boðið að virkja allar sprænur á Íslandi. Krúttlegt.
En þetta er semsagt bara undantekning og svoleiðis á ekki að taka nærri sér.
Það er reyndar pínu undantekning frá þessu, en voða lítil. Hið nýja bankaráð bankans sem ég versla við er skipuð tveimur konum á móti fimm körlum og formaður ráðsins er fyrrverandi fjármálaráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins til margra ára. Já og svo var hann yfir Landsvirkjun þegar allar fínu virkjanaáætlanirnar voru kynntar útlendingum og álfyrirtækjum boðið að virkja allar sprænur á Íslandi. Krúttlegt.
En þetta er semsagt bara undantekning og svoleiðis á ekki að taka nærri sér.
Efnisorð: feminismi, frjálshyggja, hrunið, pólitík, stóriðja, umhverfismál
<< Home