þriðjudagur, janúar 05, 2010

Heimska heimska pakk

Alveg er ég sannfærð um það, að stærstur hluti þeirra sem skrifaði undir áskorun Indefence um þjóðaratkvæðagreiðslu um ríkisábyrgðina á Icesave, hélt að með því væru þeir að sjá til þess að ekki þyrfti að borga neitt.* Fæstir — minna en helmingur — hafa líklega gert sér grein fyrir að samt yrði að borga. Þjóðaratkvæðagreiðsla mun leiða það sama í ljós: fólk mun segja nei og halda að þá verði ekkert borgað.

En auðvitað er þetta bara barbabrella til að koma ríkisstjórninni frá, og hinn voða landsföðurlegi Bjarni Ben ábyrgur á svip í viðtölum dagsins staðfestir það.

___
* Það má líka hæglega segja að Indedence hafi blekkt fólk til að skrifa undir. Það var ekki nema með því að velja „nánar um áskorun“ sem fólk sá allan textann um breytingu á þegar staðfestum lögum og fyrirvarana og allt það. Fáir hafa líklega lesið nema það sem kemur fram í þessum stutta texta sem gefur til kynna að ekki eigi að borga, punktur.

Efnisorð: ,