sunnudagur, desember 06, 2009

Glöggt er gests augað og allt það

Þvílík dásemd sem viðtalið við Roger Boyes var! Það munaði minnstu að ég gæfi mér ekki tíma til að horfa á Silfur Egils í dag en sé sannarlega ekki eftir að hafa látið eftir mér að fylgjast með þessu. Mun setja tengil á viðtalið við fyrsta tækifæri, treysti á að Lára Hanna* birti það fljótlega. Þangað til verður að duga að benda á hvernig Vísir summar upp viðtalinu.

Roger Boyes var bæði skemmtilegur og skarpur** og ég skemmti mér gríðarlega yfir sálgreiningu hans á Davíð Oddssyni og kjölturakka hans.

___
* Ég hef annars ekki haft tíma til þess lengi að fylgjast með hjá Láru Hönnu og hef eflaust misst af miklu þar. Hyggst bæta úr því við fyrsta tækifæri.
** Eina skiptið sem ég var ósammála honum var þegar hann lýsti skandinavíska efnahagsmódelið — þ.e. hið blandaða hagkerfi velferðarríkis — sem 'leiðinlegu'. En ég fyrirgef honum það eiginlega alveg.

Efnisorð: ,