Atvinnuleysi er ekki nógu mikið
Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég heyrði að aðstoðarmaður félagsmálaráðherra krefðist 229 milljóna úr þrotabúi Landsbankans — þessu sem á að standa undir Icesave afborgunum* — var að þessi maður þyrfti að verða atvinnulaus og það sem fyrst. Hvernig í ósköpunum stendur á því að hann er A) ráðinn sem aðstoðarmaður ráðherra og B) að hann er ekki rekinn um leið og það kemst upp að hann er svo gírugur að hann heimtar hundruðir milljóna fyrir það eitt að hafa verið á launaskrá hjá Landsbankanum? Ef hann verður ekki rekinn mjög fljótlega þá held ég að Árni Páll ætti að segja af sér ráðherradómi vegna skerðingar á starfsgetu.
Fleiri mættu reyndar missa vinnunna. Það hefur ekki verið skafið nægilega af efstu lögum banka og annarra fjármálastofnana, það lið sem þar situr mætti gjarna prófa lystisemdir atvinnuleysisins líka. Embættismannakerfið er gegnsýrt af flokksdindlum Sjálfstæðisflokksins sem þar hefur verið plantað inn áratugum saman, sama má segja um fólk sem flækist þar fyrir umbótum og uppstokkun af hálfu Framsóknarflokksins. Út með allt þetta lið.
Ef tölur um atvinnuleysi hækkuðu vegna þess að hundruðir eða jafnvel þúsundir af þessu hyski (hvað eru þetta margir annars?) væri ekki lengur í aðstöðu til að taka ákvarðanir í eigin þágu og flokksins síns eða auðmanna sem keypt hefur það til fylgilags við sig, þá yrði ég hæstánægð. Síst á þetta lið skilið starfslokasamninga á borð við þann sem aðstoðarmaðurinn í Félagsmálaráðuneytinu gerði við sína fyrri vinnuveitendur; vonandi er enginn svo vitlaus að gera samkomulag um slíkt við hann nú.
___
* Hann er svosem ekki einn um að vilja kría þennan pening út, almenn stemning meðal strákanna í Landsbankanum virðist vera fyrir því að fá soldið fyrir sinn snúð. Flottir gæjar. Hvernig ætli þeir sofi á nóttunni?
Fleiri mættu reyndar missa vinnunna. Það hefur ekki verið skafið nægilega af efstu lögum banka og annarra fjármálastofnana, það lið sem þar situr mætti gjarna prófa lystisemdir atvinnuleysisins líka. Embættismannakerfið er gegnsýrt af flokksdindlum Sjálfstæðisflokksins sem þar hefur verið plantað inn áratugum saman, sama má segja um fólk sem flækist þar fyrir umbótum og uppstokkun af hálfu Framsóknarflokksins. Út með allt þetta lið.
Ef tölur um atvinnuleysi hækkuðu vegna þess að hundruðir eða jafnvel þúsundir af þessu hyski (hvað eru þetta margir annars?) væri ekki lengur í aðstöðu til að taka ákvarðanir í eigin þágu og flokksins síns eða auðmanna sem keypt hefur það til fylgilags við sig, þá yrði ég hæstánægð. Síst á þetta lið skilið starfslokasamninga á borð við þann sem aðstoðarmaðurinn í Félagsmálaráðuneytinu gerði við sína fyrri vinnuveitendur; vonandi er enginn svo vitlaus að gera samkomulag um slíkt við hann nú.
___
* Hann er svosem ekki einn um að vilja kría þennan pening út, almenn stemning meðal strákanna í Landsbankanum virðist vera fyrir því að fá soldið fyrir sinn snúð. Flottir gæjar. Hvernig ætli þeir sofi á nóttunni?
Efnisorð: hrunið
<< Home