Skýrsla um vændi á Íslandi
Ég ætlaði að hnýta fréttatenglum og slíku við bloggfærsluna hér á undan en datt þá ofan á skýrslu sem unnin var fyrir dómsmálaráðuneytið árið 2001 og heitir Vændi á Íslandi og félagslegt umhverfi þess, sem unnin var að ósk Sólveigar Pétursdóttur, þáverandi dómsmálaráðherra. Þetta er hrollvekjandi lesning og furðulegt að nokkur sem þetta les geti haldið því fram að A) hér á landi hafi ekki verið stundað vændi, B) vændi á Íslandi sé ekki vandamál, eða C) vændi sé frjálst val einstaklingsins. Hvað þá að vændi eigi sér hvorki orsakir né afleiðingar heldur sé bara vinna eins og hvað annað.
Þarna er talað um vændi innan fíkniefnaheimsins, vændishús, fátækt, ofbeldi, karlmenn sem selja dætur sínar barnungar og vændi í kringum nektardansstaði svo fátt eitt sé nefnt. Ekki lesning fyrir viðkvæmt fólk.
Sjálf held ég að ég hressi mig við með því að lesa þingræður um Icesave. Getur ekki annað en verið upplífgandi í samanburði.
Þarna er talað um vændi innan fíkniefnaheimsins, vændishús, fátækt, ofbeldi, karlmenn sem selja dætur sínar barnungar og vændi í kringum nektardansstaði svo fátt eitt sé nefnt. Ekki lesning fyrir viðkvæmt fólk.
Sjálf held ég að ég hressi mig við með því að lesa þingræður um Icesave. Getur ekki annað en verið upplífgandi í samanburði.
<< Home