föstudagur, október 09, 2009

Nú skyldi ég hætta að kaupa Kristal — ef mér þætti hann ekki vondur

Það virðist skipta litlu fyrir auglýsendur og auglýsingastofur hvað feministar segja um notkun kvenlíkama í auglýsingum, það breytist ekkert.

Nýjasta dæmið sem ég rak augun í er auglýsingin sem meðal annars er á vefmiðlum í einhverju hreyfimyndaformi sem ég kann ekki að nefna. En hreyfingin á myndinni gerir það að verkum að augun hvarfla að auglýsingunni þó það hafi ekki verið ætlunin. Þetta er Kristal auglýsing frá Ölgerðinni.* Það er nákvæmlega engin þörf á að hafa hálfbera konu í þessum auglýsingum.**





Mér þykir verst að ég skuli aldrei drekka Kristal því annars myndi ég sniðganga þá vöru hér eftir. En nú get ég allavega sagt að mér þyki Kristall vondur á fleiri en einn veg.

___
* Það vill svo til að Ölgerðin selur Nestlé vörur.
** Venjulega myndi ég setja tengil á auglýsinguna en ekki birta hana hér (það stóð aldrei til að „skreyta“ með hinum nakta eða hálfnakta kvenlíkama!) en þar sem þetta er hreyfimynd sem birtist stundum og stundum ekki þá varð þetta lausnin. Ég biðst forláts.

Efnisorð: ,