Ótti jafnt í svefni sem vöku
Fátt þykir mér leiðinlegra en lesa frásagnir af draumum. Mér nægir ruglið sem mig sjálfa dreymir og varðar ekkert um hugaróra annarra. Skoðun mín á draumum er einmitt sú að þeir séu framhald á hugsun þeirri sem fram fer í vöku. Síst dettur mér í hug að hægt sé að lesa úr þeim að hætti Freuds eða að til sé eitthvað sem fólk kallar berdreymi.
Og skal nú gert grein fyrir martröðinni sem ég fékk í nótt.
Draumurinn var auðvitað ruglingslegur og samhengislaus og birtust og hurfu persónur í ýmsum erindagjörðum. Það sem uppúr stendur er stuttur bútur úr draumnum sem var einhvernvegin á þá leið að ég var í eða uppá hárri byggingu í Reykjavík og sé Úlfarsfell springa í loft upp. Sprengingin líktist auðvitað bara einhverju sem ég hef séð í sjónvarpi en þó vissi ég í draumnum að þetta væri upphafið á eldgosi.* Upphófst nú mikil örvænting meðal borgarbúa og allir vildu burt úr borginni. Byggingin sem ég var í tæmdist fljótt af fólki en ég þvældist að mestu leyti utaná henni (!) á leið minni niður, enda hver að olnboga sig sem betur gat útúr byggingunni. Svo heyri ég að fólk er eitthvað að hrópa og ég stoppa til að leggja við hlustir. Þá eru borgarbúar einum rómi ákalla þann sem þeir telja að muni bjarga þeim úr lífsháskanum: Davíð, Davíð, Davíð!
Mín viðbrögð voru þau að sveifla ég mér útá handrið/syllu og hugðist ég stökkva niður af byggingunni. Hékk þar drjúga stund og velti fyrir mér hvort einhver tæki nú ekki örugglega eftir mér (því að hluta til var ég að þessu í mótmælaskyni) og þessi geðveiki samborgara minna myndi hætta — eða hvort ég væri virkilega til í að drepast frekar en þola það að Davíð stjórnaði hér aftur öllu. (Draumurinn rann svo aftur útí aðra sálma sem ég hirði ekki um að rekja hér).
Það er einsgott að ég stend ekki í þeirri trú að ég sé berdreymin. Mér finnst hinsvegar augljóst að jafnt í svefni sem vöku óttist ég heimsku samborgara minna og mest af öllu óttast ég að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda. Það væri nú meiri martröðin.
___
* Þegar ég gekk á Úlfarsfellið í morgun sagði ég ferðafélögum mínum frá þessum hluta draumsins, þ.e. eldgosinu, og tók um leið fram samkvæmt minni bestu vitund væri Úlfarsfell ekki virk eldstöð. Ég held reyndar að það hafi aldrei verið eldstöð en jarðfræðikunnátta mín er afar takmörkuð og mér er í raun slétt sama. Vildi bara taka þetta fram svo ljóst væri að ég hef aldrei óttast að færi að gjósa þarna. Hvað þá að þetta bendi til að ég sé berdreymin og hefja eigi brottflutning þessara örfáu hræða sem búa í eyðihverfinu undir hlíðum þess.
Og skal nú gert grein fyrir martröðinni sem ég fékk í nótt.
Draumurinn var auðvitað ruglingslegur og samhengislaus og birtust og hurfu persónur í ýmsum erindagjörðum. Það sem uppúr stendur er stuttur bútur úr draumnum sem var einhvernvegin á þá leið að ég var í eða uppá hárri byggingu í Reykjavík og sé Úlfarsfell springa í loft upp. Sprengingin líktist auðvitað bara einhverju sem ég hef séð í sjónvarpi en þó vissi ég í draumnum að þetta væri upphafið á eldgosi.* Upphófst nú mikil örvænting meðal borgarbúa og allir vildu burt úr borginni. Byggingin sem ég var í tæmdist fljótt af fólki en ég þvældist að mestu leyti utaná henni (!) á leið minni niður, enda hver að olnboga sig sem betur gat útúr byggingunni. Svo heyri ég að fólk er eitthvað að hrópa og ég stoppa til að leggja við hlustir. Þá eru borgarbúar einum rómi ákalla þann sem þeir telja að muni bjarga þeim úr lífsháskanum: Davíð, Davíð, Davíð!
Mín viðbrögð voru þau að sveifla ég mér útá handrið/syllu og hugðist ég stökkva niður af byggingunni. Hékk þar drjúga stund og velti fyrir mér hvort einhver tæki nú ekki örugglega eftir mér (því að hluta til var ég að þessu í mótmælaskyni) og þessi geðveiki samborgara minna myndi hætta — eða hvort ég væri virkilega til í að drepast frekar en þola það að Davíð stjórnaði hér aftur öllu. (Draumurinn rann svo aftur útí aðra sálma sem ég hirði ekki um að rekja hér).
Það er einsgott að ég stend ekki í þeirri trú að ég sé berdreymin. Mér finnst hinsvegar augljóst að jafnt í svefni sem vöku óttist ég heimsku samborgara minna og mest af öllu óttast ég að Sjálfstæðisflokkurinn komist aftur til valda. Það væri nú meiri martröðin.
___
* Þegar ég gekk á Úlfarsfellið í morgun sagði ég ferðafélögum mínum frá þessum hluta draumsins, þ.e. eldgosinu, og tók um leið fram samkvæmt minni bestu vitund væri Úlfarsfell ekki virk eldstöð. Ég held reyndar að það hafi aldrei verið eldstöð en jarðfræðikunnátta mín er afar takmörkuð og mér er í raun slétt sama. Vildi bara taka þetta fram svo ljóst væri að ég hef aldrei óttast að færi að gjósa þarna. Hvað þá að þetta bendi til að ég sé berdreymin og hefja eigi brottflutning þessara örfáu hræða sem búa í eyðihverfinu undir hlíðum þess.
Efnisorð: frjálshyggja
<< Home