Hverjir eru hvar
Bókstafstrúarmenn og feministar eiga það sameiginlegt að vera á móti klámi. Afstaðan er þó byggð á gerólíkum forsendum. Bókstafstrúarmenn vilja að konur séu bara með einum karlmanni, hans eign og ekkert kynlíf fyrir hjónaband. Feministar vilja sannarlega kynfrelsi allra kvenna en hafa óbeit á klámiðnaðinum því hann notar konur sem féþúfur, og hirðir lítt um velferð þeirra áður, á meðan eða eftir að þær taka þátt í vændinu/strippinu/klámmyndinni.
Ef feministar boðuðu til mótmælafundar vegna kláms, þá myndi ég mæta jafnvel þó ég frétti að bókstafstrúarmenn yrðu á svæðinu. Ég myndi bara passa mig á að vera hvergi nálægt þeim, og láta þannig vita að ég taki ekki undir þeirra afstöðu. Ef afturámóti bókstafstrúarmenn héldu fund gegn klámi myndi ég ekki mæta, jafnvel þótt ég vissi um einhvern fjölda feminista sem ætluðu að taka þátt. Sama gildir ef Geiri í Goldfinger stæði fyrir málþingi um klám eða kynferðisofbeldi.
Ég get vel skilið að fólki sem líst ekki á Icesave-samkomulagið hafi viljað mótmæla á Austurvelli. Og sannarlega eru fleiri en Sjálfstæðismenn á móti því samkomulagi, enda þótt það séu þeir sem hafa staðið í því stappi í þinginu (ásamt Framsóknarflokknum auðvitað) að tefja fyrir að málið sé afgreitt, rétt eins og þeir gerðu með ESB umsóknina.* En mér þykir mikilvægt að fólk átti sig á félagsskapnum sem það er í. Eins og sjá má m.a. í færslu hér á undan, sprangaði Davíð Oddsson óáreittur um Austurvöll, enda meira og minna umkringdur Sjálfstæðisfólki. Boð höfðu verið látin út ganga frá Valhöll um að fjölmenna á fundinn.** Það fólk sem almennt er ekki hrifið af Sjálfstæðisflokknum eða Davíð sjálfum hefur varla fundist það vera í góðum félagsskap.
Þó ég væri tryllt á móti Icesave-samkomulaginu hefði ég aldrei látið sjá mig þarna.
___
* Einhverstaðar sitja grafískir hönnuðir tilbúnir eftir símtali frá Andríkismönnum þar sem þeim er sagt að 100 dagarnir sem ríkisstjórnin gaf sér til að vinna ákveðin verkefni séu liðnir, og ganga svo frá heilsíðuauglýsinginunni sem birtast mun sem staðfesting á að engu hafi verið komið í verk. — Verk sem voru vísvitandi tafin af gömlu valdaflokkunum.
** Á Austurvelli á föstudag boðuðu Sjálfstæðismenn til fundarins, öll umgjörð (sem öllum ber saman um að hafi verið ríkmannlegri en þegar Vinstri græn eiga að hafa séð um skiltagerðina í vetur) var þeirra, ræðumenn virtust (að undanskildum Einari Má) af hægri kantinum.
Ef feministar boðuðu til mótmælafundar vegna kláms, þá myndi ég mæta jafnvel þó ég frétti að bókstafstrúarmenn yrðu á svæðinu. Ég myndi bara passa mig á að vera hvergi nálægt þeim, og láta þannig vita að ég taki ekki undir þeirra afstöðu. Ef afturámóti bókstafstrúarmenn héldu fund gegn klámi myndi ég ekki mæta, jafnvel þótt ég vissi um einhvern fjölda feminista sem ætluðu að taka þátt. Sama gildir ef Geiri í Goldfinger stæði fyrir málþingi um klám eða kynferðisofbeldi.
Ég get vel skilið að fólki sem líst ekki á Icesave-samkomulagið hafi viljað mótmæla á Austurvelli. Og sannarlega eru fleiri en Sjálfstæðismenn á móti því samkomulagi, enda þótt það séu þeir sem hafa staðið í því stappi í þinginu (ásamt Framsóknarflokknum auðvitað) að tefja fyrir að málið sé afgreitt, rétt eins og þeir gerðu með ESB umsóknina.* En mér þykir mikilvægt að fólk átti sig á félagsskapnum sem það er í. Eins og sjá má m.a. í færslu hér á undan, sprangaði Davíð Oddsson óáreittur um Austurvöll, enda meira og minna umkringdur Sjálfstæðisfólki. Boð höfðu verið látin út ganga frá Valhöll um að fjölmenna á fundinn.** Það fólk sem almennt er ekki hrifið af Sjálfstæðisflokknum eða Davíð sjálfum hefur varla fundist það vera í góðum félagsskap.
Þó ég væri tryllt á móti Icesave-samkomulaginu hefði ég aldrei látið sjá mig þarna.
___
* Einhverstaðar sitja grafískir hönnuðir tilbúnir eftir símtali frá Andríkismönnum þar sem þeim er sagt að 100 dagarnir sem ríkisstjórnin gaf sér til að vinna ákveðin verkefni séu liðnir, og ganga svo frá heilsíðuauglýsinginunni sem birtast mun sem staðfesting á að engu hafi verið komið í verk. — Verk sem voru vísvitandi tafin af gömlu valdaflokkunum.
** Á Austurvelli á föstudag boðuðu Sjálfstæðismenn til fundarins, öll umgjörð (sem öllum ber saman um að hafi verið ríkmannlegri en þegar Vinstri græn eiga að hafa séð um skiltagerðina í vetur) var þeirra, ræðumenn virtust (að undanskildum Einari Má) af hægri kantinum.
<< Home