Karlar sem kaupa konur
Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, sem er önnur af tveimur ritstjórum Nýs lífs, skrifar ágæta grein um vændi í nýjasta tölublaði tímaritsins.* Þar og í leiðaranum fjallar hún um helstu klisjurnar sem notaðar eru til að útskýra afhverju karlmenn kaupa vændi (að þannig séu þeir ekki ótrúir makanum, að þeir þurfi að losa um spennu o.s.frv.) auk þess sem hún fer nánar í afstöðu kaupandans út frá rannsókn sem gerð var á þeim ósmekklegu gaurum. Hún fjallar einnig um tenginguna milli mansals og vændis, stöðu kvenna og upplifun af því að stunda vændi og kemur með fjölmargar tölfræðilegar upplýsingar til að varpa ljósi á hvernig vændi er í raun og veru.
Ingibjörg Dögg er ekki ókunn þessum málum hér á landi, en hún er önnur þeirra sem skrifaði um Goldfinger, með þeim afleiðingum að dáðadrengurinn Geiri fór í mál við hana og starfsfélaga hennar og fékk þau dæmd fyrir meiðyrði. Dómararnir voru Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur, sá síðarnefndi frændi Davíðs Oddssonar, hinn fyrrnefndi einn margra sem gætir þess vandlega að við veldi íslenskra karlmanna verði ekki stuggað. Sömu menn munu taka með silkihönskum á fjárglæframönnum, komi þeir einhverntímann fyrir rétt.
___
*Í sama hefti er grein þarsem Lisbeth Salander er borin saman við Línu langsokk. Ágæt pæling en karlmaðurinn sem skrifar greinina er aaaaaaðeins of upptekinn af kynhneigð og kynhvöt Lisbethar og seiðandi útliti og þokka leikkonunnar. Æ, úff.
Ingibjörg Dögg er ekki ókunn þessum málum hér á landi, en hún er önnur þeirra sem skrifaði um Goldfinger, með þeim afleiðingum að dáðadrengurinn Geiri fór í mál við hana og starfsfélaga hennar og fékk þau dæmd fyrir meiðyrði. Dómararnir voru Markús Sigurbjörnsson og Ólafur Börkur, sá síðarnefndi frændi Davíðs Oddssonar, hinn fyrrnefndi einn margra sem gætir þess vandlega að við veldi íslenskra karlmanna verði ekki stuggað. Sömu menn munu taka með silkihönskum á fjárglæframönnum, komi þeir einhverntímann fyrir rétt.
___
*Í sama hefti er grein þarsem Lisbeth Salander er borin saman við Línu langsokk. Ágæt pæling en karlmaðurinn sem skrifar greinina er aaaaaaðeins of upptekinn af kynhneigð og kynhvöt Lisbethar og seiðandi útliti og þokka leikkonunnar. Æ, úff.
Efnisorð: dómar, Fjölmiðlar, karlmenn, Klám, vændi
<< Home