föstudagur, júlí 10, 2009

Syndajátning

Það sem ég skrifaði í færslunni á undan um bankana, tryggingafélögin og símafyrirtækin var ekkert nýtt. Þetta hefur komið fram áður; hver átti hvað og að við höfum öll þurft að skipta við þessa menn. En ég finn einhverja þörf fyrir að afsaka mig. Að ég hafi ekki valið mér þetta, mig hafi ekkert langað til að styðja sukkið. Mig langar ekki að hafa lagt mitt í púkkið til að koma landinu á hausinn.

Í vetur skrifuðu nokkrir bloggarar upp lista yfir hvað þeir hefðu gert sem gæti talist sem þátttaka í góðærinu. Játuðu á sig syndir eins og að eiga flatskjá og slíkt. Ég játa að hafa verið með reikning í Glitni, tryggt heimilið og bílinn hjá TM og hringt ótal símtöl (sum mjög löng) til styrktar Símanum.

Skyldu þessir gróðapungar skilja að þeim bláókunnug kona útí bæ sé með samviskubit yfir þessu? Afhverju bítur ekki sök sekan?

Efnisorð: