Obama réttir fram sáttarhönd til múslima
Ég var að horfa á Barack Obama Bandaríkjaforseta flytja ræðu sína í endursýningu á Al Jazeera sjónvarpsstöðinni. Ræðuna flutti hann í morgun fyrir fullum sal 3000 gesta í háskólanum í Kairó höfuðborg Egyptalands eftir nokkurra daga ferð um ríki múslima.
Ég kom inn í ræðuna þar sem hann var að tala um Palestínu og Ísrael. Mér finnst hann tala mjög skynsamlega. Það er auðvitað líka hægt að segja að það sé yfirlætisfullt af enn einum Bandaríkjamanninum að ætla að skikka málum þar en einmitt vegna þess hve Bandaríkin eru margflækt í deilur Palestínumanna og Ísraela þá er nauðsynlegt að koma því vandlega á framfæri hver afstaðan sé núna. Og hún er semsé sú að ríkin verði að viðurkenna hvert annað og Ísraelar verði að virða mannréttindi Palestínumanna og hætta landtöku, báðir aðilar verði að hætta ofbeldinu.*
Næsta atriði sem hann talaði um að hefði valdið spennu milli arabaheimsins og Bandaríkjanna: kjarnorkuvopn. Það er eitthvað dásamlegt við að horfa framan í forseta Bandaríkjanna þegar hann segir að hann vilji að heimurinn verði án kjarnorkuvopna. Ekki hljómaði það neitt verra þegar hann sagðist hafa sagt Írönum að hann vildi grafa stríðsöxina og játaði fúslega þátt Bandaríkjanna í að hafa steypt lýðræðislega kosinni ríkisstjórn af af stóli. (Vonandi þykir Írönum það jafn jákvætt og mér).
Í fjórða lagi talaði hann um lýðræði.** Hann lagði áherslu á að það væri ekki bara bandarísk hugmynd (ef ske kynni að einhver vildi ekki lýðræði á þeim forsendum) heldur mannréttindi að hafa málsfrelsi, fá að kjósa, að geta treysta lögum og dómsvaldi, að stjórnvöld sýni spilin á hendi og steli ekki af almenningi og frelsi til að lifa lífi sínu eftir eigin höfði.
Í fimmta lagi ræddi hann trúfrelsi (gleymdi auðvitað trúlausum) og benti á að múslimar hefðu langa sögu um umburðarlyndi í trúmálum. Nú þyrfti að sæta Súnní og Shíta múslima og múslimum hætti til að hafna hugmyndinni um aðra trú en þeirra eigin (og hér sleppti Obama alveg að nefna landa sína sem vísa öllum umsvifalaust til helvítis trúi þeir ekki „rétt“).
Í sjötta lagi — og hér hafði ég verið búin að missa vonina en litla hjartað tók gleðikipp — hóf Obama máls á réttindum kvenna. Hann byrjaði á að bauna á íbúa Vesturlanda og segjast ósammála því að kona sem kysi að bera blæju væri endilega ófrjáls. Hinsvegar sagðist hann sannfærður um að það sé ójafnrétti að neita konu um menntun. Hann lagði áherslu á að konur ættu að njóta menntunnar og að þau lönd þar sem konur nytu góðrar menntunar væru þau lönd sem nytu mestrar velmegunar. Dætur jafnt sem synir gætu lagt mikið til samfélagsins fengju þau að efla hæfileika sína. Og svo baunaði hann sérstaklega á fordómafulla Vesturlandabúa sem héldu örugglega að hann myndi bara tala um kúgaðar konur í Arabaríkjum og sagði að baráttan fyrir jafnrétti væri enn háð á mörgum sviðum þjóðlífsins í Bandaríkjunum og víðar. Hinsvegar hefðu múslimaríkin Tyrkland, Pakistan, Bangladesh og Indonesía kjörið konur til æðstu valda. Þannig að ekki var hann sérstaklega að skamma múslima fyrir að kúga konurnar sínar*** — það mætti jafnvel segja að hann hafi verið að gagnrýna eigin landa fyrir að kjósa ekki Hilary Clinton.
Síðan talaði Obama um efnahagsmál og kosti og galla hnattvæðingar. Hann sagðist ekki lengur bara vilja eiga samskipti við múslima á forsendum olíuverslunar heldur á sviði menntunar og tækniþróunar — en bara í góðu samkomulagi við þá í stað þess að þröngva þeim til samstarfs (eins og tilhneigingin hefur verið).
Svo hélt hann áfram að vera svo bjartsýnn að mér var alveg hætt að lítast á blikuna. Niðurstaðan er samt sú að mig langar hrikalega til að trúa þessum manni og vona að honum takist að sætta arabaheiminn og Bandaríkin. Hann fær a.m.k. prik fyrir viðleitni.
___
* Ég viðurkenni fúslega að ég man minnst af því sem forverar hans í starfi hafa sagt um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs — eins og það er oft kallað — og kannski hafa einhverjir þeirra sagt þetta sama meira og minna. Sumir Bandaríkjaforsetar hafa líka reynt að miðla málum og haldið sáttafundi í eigin landi.
** Þ.e.a.s. hann talaði um þessi atriði: 1) al-Qaeda, Afghanistan og Írak, þ.e.a.s. „ofbeldi öfgamanna“ (hann sagði jafnframt að Bandaríkjamenn hefðu valið að fara í stríð í Írak þó hann líti á stríðið í Afghanistan sem nauðsyn), 2) Palestína og Ísrael (þar byrjaði ég að horfa), 3) kjarnorkuvopn, 4) lýðræði, 5) trúfrelsi, 6) réttindi kvenna, 7) þróun og efnahagsleg tækifæri
*** Alltaf jafn súr frasi, þessi með múslimar kúgi konurnar sínar. Konur eru líka múslimar, múslimar eru líka konur. Það er alger óþarfi að tala um alla múslima sem karlmenn.
Ræðuna má lesa í heild sinni (á ensku) hér. RÚV rekur helstu atriði hennar stuttlega hér.
Ég kom inn í ræðuna þar sem hann var að tala um Palestínu og Ísrael. Mér finnst hann tala mjög skynsamlega. Það er auðvitað líka hægt að segja að það sé yfirlætisfullt af enn einum Bandaríkjamanninum að ætla að skikka málum þar en einmitt vegna þess hve Bandaríkin eru margflækt í deilur Palestínumanna og Ísraela þá er nauðsynlegt að koma því vandlega á framfæri hver afstaðan sé núna. Og hún er semsé sú að ríkin verði að viðurkenna hvert annað og Ísraelar verði að virða mannréttindi Palestínumanna og hætta landtöku, báðir aðilar verði að hætta ofbeldinu.*
Næsta atriði sem hann talaði um að hefði valdið spennu milli arabaheimsins og Bandaríkjanna: kjarnorkuvopn. Það er eitthvað dásamlegt við að horfa framan í forseta Bandaríkjanna þegar hann segir að hann vilji að heimurinn verði án kjarnorkuvopna. Ekki hljómaði það neitt verra þegar hann sagðist hafa sagt Írönum að hann vildi grafa stríðsöxina og játaði fúslega þátt Bandaríkjanna í að hafa steypt lýðræðislega kosinni ríkisstjórn af af stóli. (Vonandi þykir Írönum það jafn jákvætt og mér).
Í fjórða lagi talaði hann um lýðræði.** Hann lagði áherslu á að það væri ekki bara bandarísk hugmynd (ef ske kynni að einhver vildi ekki lýðræði á þeim forsendum) heldur mannréttindi að hafa málsfrelsi, fá að kjósa, að geta treysta lögum og dómsvaldi, að stjórnvöld sýni spilin á hendi og steli ekki af almenningi og frelsi til að lifa lífi sínu eftir eigin höfði.
Í fimmta lagi ræddi hann trúfrelsi (gleymdi auðvitað trúlausum) og benti á að múslimar hefðu langa sögu um umburðarlyndi í trúmálum. Nú þyrfti að sæta Súnní og Shíta múslima og múslimum hætti til að hafna hugmyndinni um aðra trú en þeirra eigin (og hér sleppti Obama alveg að nefna landa sína sem vísa öllum umsvifalaust til helvítis trúi þeir ekki „rétt“).
Í sjötta lagi — og hér hafði ég verið búin að missa vonina en litla hjartað tók gleðikipp — hóf Obama máls á réttindum kvenna. Hann byrjaði á að bauna á íbúa Vesturlanda og segjast ósammála því að kona sem kysi að bera blæju væri endilega ófrjáls. Hinsvegar sagðist hann sannfærður um að það sé ójafnrétti að neita konu um menntun. Hann lagði áherslu á að konur ættu að njóta menntunnar og að þau lönd þar sem konur nytu góðrar menntunar væru þau lönd sem nytu mestrar velmegunar. Dætur jafnt sem synir gætu lagt mikið til samfélagsins fengju þau að efla hæfileika sína. Og svo baunaði hann sérstaklega á fordómafulla Vesturlandabúa sem héldu örugglega að hann myndi bara tala um kúgaðar konur í Arabaríkjum og sagði að baráttan fyrir jafnrétti væri enn háð á mörgum sviðum þjóðlífsins í Bandaríkjunum og víðar. Hinsvegar hefðu múslimaríkin Tyrkland, Pakistan, Bangladesh og Indonesía kjörið konur til æðstu valda. Þannig að ekki var hann sérstaklega að skamma múslima fyrir að kúga konurnar sínar*** — það mætti jafnvel segja að hann hafi verið að gagnrýna eigin landa fyrir að kjósa ekki Hilary Clinton.
Síðan talaði Obama um efnahagsmál og kosti og galla hnattvæðingar. Hann sagðist ekki lengur bara vilja eiga samskipti við múslima á forsendum olíuverslunar heldur á sviði menntunar og tækniþróunar — en bara í góðu samkomulagi við þá í stað þess að þröngva þeim til samstarfs (eins og tilhneigingin hefur verið).
Svo hélt hann áfram að vera svo bjartsýnn að mér var alveg hætt að lítast á blikuna. Niðurstaðan er samt sú að mig langar hrikalega til að trúa þessum manni og vona að honum takist að sætta arabaheiminn og Bandaríkin. Hann fær a.m.k. prik fyrir viðleitni.
___
* Ég viðurkenni fúslega að ég man minnst af því sem forverar hans í starfi hafa sagt um deilurnar fyrir botni Miðjarðarhafs — eins og það er oft kallað — og kannski hafa einhverjir þeirra sagt þetta sama meira og minna. Sumir Bandaríkjaforsetar hafa líka reynt að miðla málum og haldið sáttafundi í eigin landi.
** Þ.e.a.s. hann talaði um þessi atriði: 1) al-Qaeda, Afghanistan og Írak, þ.e.a.s. „ofbeldi öfgamanna“ (hann sagði jafnframt að Bandaríkjamenn hefðu valið að fara í stríð í Írak þó hann líti á stríðið í Afghanistan sem nauðsyn), 2) Palestína og Ísrael (þar byrjaði ég að horfa), 3) kjarnorkuvopn, 4) lýðræði, 5) trúfrelsi, 6) réttindi kvenna, 7) þróun og efnahagsleg tækifæri
*** Alltaf jafn súr frasi, þessi með múslimar kúgi konurnar sínar. Konur eru líka múslimar, múslimar eru líka konur. Það er alger óþarfi að tala um alla múslima sem karlmenn.
Ræðuna má lesa í heild sinni (á ensku) hér. RÚV rekur helstu atriði hennar stuttlega hér.
Efnisorð: alþjóðamál, feminismi
<< Home