sunnudagur, maí 10, 2009

Langþráð ríkisstjórn

Ég hélt að þegar Samfylkingin og Vinstri græn væru loksins komin saman í varanlega ríkisstjórn þá myndi ég kætast óskaplega. Ég yrði kát yfir því að nú væri komin hrein vinstri stjórn í fyrsta sinn á Íslandi. Ég gæti líka loksins farið að kætast yfir því að hlutfall kvenna er komið í 43% á Alþingi og hefur aldrei verið hærra. En nei. Þá gátu þau ekki hunskast til að hafa kynjahlutfallið jafnt í nýju ríkisstjórninni.* Hnuss barasta.

Æ, það er aldrei hægt að gleðjast yfir neinu hérna.

Legg samt til að þetta verði kölluð tveggja-kötu-stjórnin.

___
*Svo hef ég einhverja óútskýrða fordóma gagnvart Árna Páli. Líst ekkert á að hann verði félagsmálaráðherra. Held hreinlega að Jónas hafi rétt fyrir sér, að þar sé kominn minkur í hænsnakofa.

Efnisorð: , ,