Landlausir Sjálfstæðismenn
Það hefur verið lengi vitað að Sjálfstæðisflokkurinn gengi erinda auðmanna og fyrirtækja. Sömuleiðis var einkavinavæðingin við einkavæðingu bankana öllum ljós. Það að Sjálfstæðismenn áttu sök á flestu því sem orsakaði hrunið — beint eða óbeint — sjá flestir sem vilja. Aðeins þeir kjósendur flokksins sem kusu hann af vana og af því að pabbi gerði það létu sér koma á óvart þegar spillingarmálin fóru að hrannast upp og þáttur flokksins í hruninu varð lýðum ljós. En svo eru þeir kjósendur sem vissu þetta allt og þetta kom þeim ekki á óvart en urðu miður sín yfir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins þegar eftir skýringum var leitað.
Viðbrögð sem gengu útá að láta eins og ekkert hefði í skorist: getum við ekki farið að tala um eitthvað annað. Og afsökunin fyrir hruninu var að fólk hefði brugðist (samt megnið af því áfram í forystu) en ekki stefnan og svo ákveðið að halda stefnunni sem flest sæmilega gefið fólk áttar sig á að var röng. Það er þessi ótrúlegi skortur á sjálfsgagnrýni og samvisku sem hrekur restina af kjósendunum frá — það er að segja þá sem ekki sitja við kjötkatlana eða vilja vera nærri þeim.
Margir þessara fyrrum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins ætla að skila auðu í örvæntingu sinni.
Merkilegt er, eins og Páll Ásgeir segir, hvað þeir eru blindir á aðra möguleika.
En það var svosem ekki vegna frumlegrar eða gagnrýninnar hugsunar sem þeir kusu flokkinn upphaflega.
__
Ps. Lýsing Láru Hönnu á Framsóknarflokknum er eins og töluð úr mínu hjarta.
Viðbrögð sem gengu útá að láta eins og ekkert hefði í skorist: getum við ekki farið að tala um eitthvað annað. Og afsökunin fyrir hruninu var að fólk hefði brugðist (samt megnið af því áfram í forystu) en ekki stefnan og svo ákveðið að halda stefnunni sem flest sæmilega gefið fólk áttar sig á að var röng. Það er þessi ótrúlegi skortur á sjálfsgagnrýni og samvisku sem hrekur restina af kjósendunum frá — það er að segja þá sem ekki sitja við kjötkatlana eða vilja vera nærri þeim.
Margir þessara fyrrum stuðningsmanna Sjálfstæðisflokksins ætla að skila auðu í örvæntingu sinni.
Merkilegt er, eins og Páll Ásgeir segir, hvað þeir eru blindir á aðra möguleika.
En það var svosem ekki vegna frumlegrar eða gagnrýninnar hugsunar sem þeir kusu flokkinn upphaflega.
__
Ps. Lýsing Láru Hönnu á Framsóknarflokknum er eins og töluð úr mínu hjarta.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, pólitík
<< Home