sunnudagur, apríl 12, 2009

Svo miklu betra en barnaklám - þessar eru orðnar átján!

Af og til eru upprættir barnaklámhringir eða einstaklingar verða uppvísir að því að hafa barnaklám í fórum sínum. Aldrei heyrist neitt um að lögregla í mörgum löndum leggi til atlögu við „fullorðinsmynda“ klámframleiðendur eða þá sem dreifa klámi, kaupa það eða eiga heima hjá sér. Samt er klám, bæði framleiðsla þess og dreifing, bannað í mörgum löndum. Ég hef ýmsar hugmyndir um afhverju dreifing kláms er ekki stöðvuð (afþví að það hentar ekki karlveldinu) en held að oft sé fyrirslátturinn sá að það sé svo erfitt að skilgreina hvað er klám. Sumir kalla sumt af því erótík og aðrir gera greinarmun á ljósbláu og grófu og svo framvegis.

Hvernig stendur á því að þessar skilgreiningar vefjast ekkert fyrir þeim sem reyna að uppræta barnaklám? Eru ekki mörg stig og skilgreiningar í gangi þar? Er ekki til barna-erótík og léttbláar myndir með fjögurra ára og yngri? Nei, líklega erum við flest sammála um hvað er barnaklám og að það beri með öllum ráðum að stöðva framleiðslu þess og dreifingu. En finnst okkur öllum að um leið og börn verða 18 ára þá sé bara fínt að þau séu notuð sem rúnkfóður fyrir karlmenn á öllum aldri? Þá virðist „frelsi þeirra“ til að glenna sig framaní alheiminn æðra þeirri því sem vitað er um klám, framleiðslu þess og afleiðingar.

Skiptir engu að næstum allar þær konur (og karlar) sem eru í klámmyndum hafa verið þolendur kynferðisofbeldis í æsku. Sem börnum var þeim nauðgað eða þær beittar einhverskonar valdi til að hafa af þeim kynferðislegt gagn — og það þykir ægilega slæmt að börn verði fyrir slíku — en um leið og þær verða 18 er barasta fínt að gera sér þessa raun þeirra að féþúfu. Frábært.

Ég óska öllum til hamingju sem fíla klám, þið eruð æðislegir. Niðurlægðar konur með brotna sjálfsmynd eru bestar þegar hægt er að rúnka sér yfir þeim! Rúnk rúnk!

Efnisorð: , , ,