þriðjudagur, mars 17, 2009

Gegn vændi, mansali og nektardansi

Loksins á að vinna gegn mansali. Loksins komst vændisfrumvarpið til umræðu á þingi í dag. Ég varð óskaplega glöð þegar ég sá sómafólk stíga í pontu og tala um þetta frumvarp og allt á einn veg: að það verði að stöðva vændiskaupendur. Og svo á að þyngja dóma í nauðgunarmálum.* Og banna nektardans.

Skrifa um þetta í skynsamlegri röð og reglu þegar ég næ áttum og jafna mig á að allt þetta hafi gerst á einum degi.

Þangað til fylgist ég með því hvernig málinu farnast á vef alþingis, þar er þó enn ekki hægt að sjá hver voru á mælendaskrá, en ég missti af megninu af umræðunum. Þau sem ég heyrði tala voru meðal flutningsmanna frumvarpsins, sem eru: Atli Gíslason, Ágúst Ólafur Ágústsson, Álfheiður Ingadóttir, Árni Þór Sigurðsson, Þuríður Backman, Katrín Júlíusdóttir, Lúðvík Bergvinsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Þórunn Sveinbjarnardóttir, Siv Friðleifsdóttir, Eygló Harðardóttir og Helga Sigrún Harðardóttir. Þetta er uppáhaldsfólk hjá mér þessa dagana.

___
* Þyngingin felst í því að lágmarksrefsing við nauðgun sé tvö ár í fangelsi í stað eins árs. Hámarksrefsing verði sem fyrr 16 ár. Flutningsmenn þessa frumvarps eru Atli Gíslason og Þuríður Backman.

Efnisorð: , , , ,