mánudagur, mars 02, 2009

Framboð af undirmálsmönnum og undirmálsmenn í framboði

Ég fór á Bókamarkaðinn eins og sá hluti þjóðarinnar sem var ekki að olnboga sig í biðröðum í Krónunni eða Nettó. Fékk bæði og gaf olnbogaskot í Perlunni en náði þó að fylla fangið af bókum af ýmsu tagi.

Ákveðnu þema var fylgt í innkaupum og voru því eingöngu keyptar bækur eftir unga og miðaldra karla.* Þetta er þjóðfélagshópur sem hefur orðið undir í þjóðfélaginu og nýtur ekki nógu mikils sannmælis - síst á framboðslistum - og því gustukaverk að reyna að rétta hlut þeirra.

__
* Einn dauður karl fylgdi með.

Efnisorð: , ,