miðvikudagur, febrúar 18, 2009

Ógjörningur

Ég er sammála formanni Náttúruverndarsamtaka Íslands að það er helvíti hart að vinstri grænn ráðherra skuli skrifa uppá hvalveiðar. Vonandi verða viðbrögð umheimsins svo hörð að Íslendingar neyðast til að hætta við þetta rugl, að Steingrímur afturkalli hreinlega ákvörðunina sem hann tók tilneyddur. Annars virðist reyndar sem það verði ekkert af þessu hvorteðer, Steingrímur talaði þannig, enda þótt svo virðist sem honum hafi verið ógjörningur að taka aðra ákvörðun. Hvort það verði svo til þess að styrkja Sjálfstæðismenn í sessi er svo enn önnur saga.

Annars er mér spurn. Ef tveir þriðju þjóðarinnar styður hvalveiðar á þeim forsendur að við eigum að fá að ráða hvað við gerum og okkur komi ekki álit umheimsins við - finnst þá fólki almennt að alþjóðasamfélagið eigi heldur ekkert að styðja okkur í þrengingunum sem blasa við okkur? Eða sér fólk ekki að annað atriðið geti haft áhrif á hitt?

Efnisorð: , , , ,