sunnudagur, febrúar 08, 2009

Það þarf að lóga helvítinu

Eftir ánægjulegan dag í faðmi fjölskyldu og fjalla blasa við vondar fréttir þegar heim er komið og góða skapið rýkur út í veður og vind. Helvítið hann Davíð ætlar ekki að hætta.

Þetta var auðvitað fyrirsjáanlegt; þessi maður tekur ekki við skipunum frá neinum enda lítur hann á sig sem æðsta vald í málefnum þjóðarinnar. Þó þúsundir manna hafi krafist afsagnar hans á torgum úti, þótt heilu mótmælafundirnir hafi snúist um hann og gegn honum þá finnst honum sem hann væri að hlaupast frá verkum ef hann drullaðist út úr bankanum.

Smáræði eins og bréf frá forsætisráðherra hefur auðvitað ekkert að segja, enda lítur hann á það embætti sem sitt og Geir var þar bara útaf því að Davíð þóknaðist það. Annað þóknast honum ekki og hann hlustar ekki á neitt píp.

Þá er bara eitt eftir, plan B.

Efnisorð: , ,