sunnudagur, febrúar 01, 2009

Ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur

Ég er hæstánægð með nýju ríkisstjórnina. Loksins jafn margar konur og karlar í ríkisstjórn og kona forsætisráðherra. HÚRRA!


Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, félags- og tryggingamálaráðherra,
Össur Skarphéðinsson iðnaðar- og utanríkisráðherra,
Kristján Möller samgönguráðherra,
Steingrímur Sigfússon, fjármála-, landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra,
Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra,
Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra,
Kolbrún Halldórsdóttir umhverfisráðherra,
Gylfi Magnússon viðskiptaráðherra
Ragna Árnadóttir dóms- og kirkjumálaráðherra.

Það er hætt við að Kolbrún Halldórsdóttir - ný umhverfisráðherra - og Össur Skarphéðinsson - gamall og nýr iðnaðarráðherra - verði ekki á einu máli um virkjanir og spurning hvort búið sé að gera ráð fyrir hvernig á að leysa það. En ég nenni ekki að svekkja mig á smáatriðum núna. Í dag ætla ég að einblína á fagnaðarefni.


___

Get ekki annað en hneykslast - eins og Jenný Anna - á þeirri fáránlegu ákvörðun að slíta útsendingu frá blaðamannafundinum þar sem ríkisstjórnin var kynnt, til þess eins að sýna einhvern helvítis boltaleik. Greinilegt að RÚV hefur fengið massífar kvartanir því lofað er að seinnihluti blaðamannafundarins verði sýndur eftir leikinn. ... Helvítis fíflin. Þeir sýndu seinnihlutann í hálfleik í boltaleiknum! Átti ég semsagt að þurfa að horfa á leikinn til að fylgjast með hvenær blaðamannafundurinn yrði sýndur? Ég er búin að stilla milljón sinnum yfir á ríkissjónvarpið að bíða eftir að helvítis handboltinn yrði búinn!
- Eru skemmdarverk í gangi í Ríkissjónvarpinu? Nú í upphafi fréttatímans var borðinn neðst á skjánum þegar fyrsta frétt var kynnt ekki um ríkisstjórnina heldur hvernig handboltaleikurinn fór! Og þegar talað var um að Ingibjörg Sólrún ætlaði ekki að sitja í ríkisstjórninni þá stóð á borðanum að kosningar yrðu 25.apríl. Er einhverjum svo illa við nýju ríkisstjórnina að það má bara ekki minnast á hana?

Efnisorð: , , , ,