Byltingin, dagur tvö
Í gær og nótt leið mér illa vegna ástandsins. Mér fannst það lýsa algerri örvæntingu almennings að vera með önnur eins mótmæli. Íslendingar að mótmæla hástöfum á torgum úti er nýmæli, að halda því áfram linnulaust með hávaða og látum (síðan hvenær hafa Íslendingar nennt að hrópa lengur en hálfa mínútu í senn?) þrátt fyrir mikinn mótbyr og hreinlega ofbeldi af hálfu lögreglunnar á köflum - það eru rosaleg tíðindi. Og þau tíðindi komu ekki til af góðu, heldur reiði og örvæntingu. Og mín örvænting náði því stigi að ég varð sorgmædd og hætti að vera reið.
En bara í smástund. Og nú er ég hæstánægð og brosi útað eyrum því ég veit af vinum og kunningjum (og sé sum þeirra í sjónvarpinu) hrópandi VANHÆF RÍKISSTJÓRN við bæði leikhús þjóðarinnar; það sem stendur við Austurvöll og það sem er við Hverfisgötu. Á ekki heimangengt og óttast að auki að vera barin af löggunni - en ég er þarna í anda og veit að gott fólk* stendur vaktina fyrir mig. Og okkur er alveg að takast að hrekja ríkisstjórnina frá völdum.
Lifi byltingin!
___
* Það er gott fólk sem víkur af vettvangi og hefur þögn meðan útför fer fram í Dómkirkjunni. Það er kurteist fólk sem virðir aðra og tilfinningar þeirra. Hvernig er hægt að kalla það skríl?
En bara í smástund. Og nú er ég hæstánægð og brosi útað eyrum því ég veit af vinum og kunningjum (og sé sum þeirra í sjónvarpinu) hrópandi VANHÆF RÍKISSTJÓRN við bæði leikhús þjóðarinnar; það sem stendur við Austurvöll og það sem er við Hverfisgötu. Á ekki heimangengt og óttast að auki að vera barin af löggunni - en ég er þarna í anda og veit að gott fólk* stendur vaktina fyrir mig. Og okkur er alveg að takast að hrekja ríkisstjórnina frá völdum.
Lifi byltingin!
___
* Það er gott fólk sem víkur af vettvangi og hefur þögn meðan útför fer fram í Dómkirkjunni. Það er kurteist fólk sem virðir aðra og tilfinningar þeirra. Hvernig er hægt að kalla það skríl?
<< Home