Tvær hliðar mála
Oftast eru pistlarnir í Fréttablaðinu sem nefndir eru „Við tækið“ marklaust hjal um ekki neitt en Svavar Hávarðsson gerir undantekningu frá því nú í dag. Þar fjallar hann um þann sið fjölmiðla - og í þessu tilviki ríkissjónvarpsins - að forvitnast um jólahaldið á Litla Hrauni. Ég sá ekki þennan þátt en samkvæmt Svavari var gert í því að hafa þetta bráðskemmtilegt allt saman og margt dregið fram í dagsljósið eins og súkkulaðibitakökubakstur fanganna.
En þessi áhersla fjölmiðla, sem líka fjalla alltaf um hvaða rithöfundar og listamenn taki að sér að skemmta föngum um jólin, er ávallt á hve fangarnir eiga um sárt að binda. Minna fer fyrir samúð með fórnarlömbum þeirra. Því margir þeirra (ekki allir) sitja inni fyrir brot gegn fólki og hafa morð, nauðganir og líkamsmeiðingar á samviskunni.
Og Svavar spyr: Hvað um konurnar sem hefur verið nauðgað? Hvað um svívirtu börnin og þeirra fólk? Hvað um foreldra þeirra myrtu? Ætli þessi hópur hafi átt gleðileg jól?
Mikið er ég ánægð með að það sé fjölmiðlamaður þarna úti einhverstaðar sem sér fleiri en eina hlið á málinu. Og lætur ekki glepjast af súkkulaðibitakökum.
En þessi áhersla fjölmiðla, sem líka fjalla alltaf um hvaða rithöfundar og listamenn taki að sér að skemmta föngum um jólin, er ávallt á hve fangarnir eiga um sárt að binda. Minna fer fyrir samúð með fórnarlömbum þeirra. Því margir þeirra (ekki allir) sitja inni fyrir brot gegn fólki og hafa morð, nauðganir og líkamsmeiðingar á samviskunni.
Og Svavar spyr: Hvað um konurnar sem hefur verið nauðgað? Hvað um svívirtu börnin og þeirra fólk? Hvað um foreldra þeirra myrtu? Ætli þessi hópur hafi átt gleðileg jól?
Mikið er ég ánægð með að það sé fjölmiðlamaður þarna úti einhverstaðar sem sér fleiri en eina hlið á málinu. Og lætur ekki glepjast af súkkulaðibitakökum.
Efnisorð: Fjölmiðlar, Nauðganir, ofbeldi
<< Home