Góðar fréttir og vondar
Það fyrsta sem mér datt í hug, þegar ég heyrði að hætt væri við stækkun álversins í Straumsvík og álver við Húsavík væri líklega úr sögunni*, var hinn ágæti frasi: Fátt er svo með öllu illt að ei boði gott. Verð á áli hefur hrapað á heimsmarkaði og að auki stendur krónan illa svo frekari álframleiðsla hér er ekki vænleg fyrir fyrirtæki eins og Rio Tinto og Alcoa, enda þótt sumir virðist halda að þau hafi starfað hér af einskærri manngæsku og umhyggju fyrir atvinnulífi á Íslandi.
Annað og verra eru niðurskurðaráætlanir ríkisstjórnarinnar. Ég hef ekki kynnt mér þær að fullu en þær virðast vera allar á einn veg; heilbrigðisþjónusta og menntakerfi verða verst úti og fólk þarf hreinlega að lifa við örbirgð til að fá félagslega aðstoð, ef hana er þá yfirleitt að fá. Mér varð því ekki að ósk minni um forgangsröðun. Hið „nýja Ísland“ sem sumt fólk óskaði sér, virðist hreint ekki í sjónmáli.
Í ljósi þess (sem hér kemur fram neðanmáls) að góðu fréttirnar hér að ofan eru kannski ekki réttar verða góðu fréttir dagsins að teljast skórnir sem flugu í átt að hinum heimska haus sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þó Bush hafi beygt sig og sloppið frá skónum var framtakið gott. Íslenskum blaðamönnum er vinsamlega bent á að þau ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar - enda situr fjölmiðlafólk í sömu súpunni og við hin.
__
* Síðan þetta var skrifað hafa talsmenn þessara fyrirtækja hér á landi borið þetta til baka og segja að það verði bæði stækkað í Straumsvík og byggt á Bakka. Þar fór í verra.
Annað og verra eru niðurskurðaráætlanir ríkisstjórnarinnar. Ég hef ekki kynnt mér þær að fullu en þær virðast vera allar á einn veg; heilbrigðisþjónusta og menntakerfi verða verst úti og fólk þarf hreinlega að lifa við örbirgð til að fá félagslega aðstoð, ef hana er þá yfirleitt að fá. Mér varð því ekki að ósk minni um forgangsröðun. Hið „nýja Ísland“ sem sumt fólk óskaði sér, virðist hreint ekki í sjónmáli.
Í ljósi þess (sem hér kemur fram neðanmáls) að góðu fréttirnar hér að ofan eru kannski ekki réttar verða góðu fréttir dagsins að teljast skórnir sem flugu í átt að hinum heimska haus sitjandi forseta Bandaríkjanna. Þó Bush hafi beygt sig og sloppið frá skónum var framtakið gott. Íslenskum blaðamönnum er vinsamlega bent á að þau ættu að taka sér þetta til fyrirmyndar - enda situr fjölmiðlafólk í sömu súpunni og við hin.
__
* Síðan þetta var skrifað hafa talsmenn þessara fyrirtækja hér á landi borið þetta til baka og segja að það verði bæði stækkað í Straumsvík og byggt á Bakka. Þar fór í verra.
Efnisorð: frjálshyggja, hrunið, málefni aldraðra, málefni fatlaðra, pólitík, stóriðja
<< Home