sunnudagur, nóvember 30, 2008

Obbobobb

Er nú ekki heldur seint í rassinn gripið að vara fólk við að taka lán fyrir eyðslunni? Er ekki öllum orðið ljóst að það er ekki gæfulegt að taka lán fyrir því sem fólk hefur ekki efni á öðrum kosti?

Og er ekki frekar fyndið að loksins þegar Talsmaður neytenda varar fólk við að taka lán og varar þá sem lána við að lána þeim sem ekki getað borgað - að þá er hann að tala um fólk sem hefur ekki efni á að halda jól? Hvar voru þessi viðvörunarorð þegar útrásarvíkingarnir tóku endalaus lán með afleiðingum sem nú eru orðin kunn? Afhverju hnippti enginn í bankana þá?

En skríllinn sem ætlar að kaupa föt á börnin sín svo þau fari ekki í jólaköttinn og jafnvel splæsa í Mackintosh dós, það þarf að setja soldið í brýrnar gagnvart svoleiðis liði, og vara það við óráðsíunni.

Efnisorð: