Körlum gert erfiðara að líta á konur sem kjötstykki
Í dag er því fagnað víða um Norðurlönd að Noregur hefur tekið upp þá stefnu* sem kölluð hefur verið „sænska leiðin“ og felst í því að það sé ólöglegt að kaupa vændi en hinsvegar sé ekki saknæmt að vera vændiskona (eða -karl).
Margir kostir fylgja þessari lagasetningu en gallar þeirri sem er í gildi á Íslandi. Líkurnar á karlmenn munu líta á konur sem jafningja sína eru litlar alist þeir upp frá barnsaldri við þá tilhugsun að þeir hafi alltaf greiðan og löglegan aðgang að konum til að uppfylla allar sínar fýsnir og þarfir, sama hverjar eru. Slíkt samfélag er ekki gott fyrir konur. Þetta er einn af göllunum við að vændi sé löglegt.
Líklega verður Danmörk síðasta Norðurlandaþjóðin til að taka þessa afstöðu gegn vændi en vonandi verður Ísland næst í röðinni. Eða eigum við að bíða eftir að þetta verði kallað „skandínavíska leiðin að undanskildu Íslandi“ - því varla verður þetta kallað sænska leiðin hér eftir - og við verðum síðust til að bætast í hópinn?
___
* Ég er líklega of fljót að fagna enda er ekki búið að staðfesta lögin í Noregi. Þó virðast flest kvennasamtök vera sannfærð um að svo verði og ég vona að þau hafi rétt fyrir sér.
Viðbót 1. janúar 2009. Húrra! Það er búið að banna kaup á vændi í Noregi!
Margir kostir fylgja þessari lagasetningu en gallar þeirri sem er í gildi á Íslandi. Líkurnar á karlmenn munu líta á konur sem jafningja sína eru litlar alist þeir upp frá barnsaldri við þá tilhugsun að þeir hafi alltaf greiðan og löglegan aðgang að konum til að uppfylla allar sínar fýsnir og þarfir, sama hverjar eru. Slíkt samfélag er ekki gott fyrir konur. Þetta er einn af göllunum við að vændi sé löglegt.
Líklega verður Danmörk síðasta Norðurlandaþjóðin til að taka þessa afstöðu gegn vændi en vonandi verður Ísland næst í röðinni. Eða eigum við að bíða eftir að þetta verði kallað „skandínavíska leiðin að undanskildu Íslandi“ - því varla verður þetta kallað sænska leiðin hér eftir - og við verðum síðust til að bætast í hópinn?
___
* Ég er líklega of fljót að fagna enda er ekki búið að staðfesta lögin í Noregi. Þó virðast flest kvennasamtök vera sannfærð um að svo verði og ég vona að þau hafi rétt fyrir sér.
Viðbót 1. janúar 2009. Húrra! Það er búið að banna kaup á vændi í Noregi!
<< Home