laugardagur, nóvember 01, 2008

Stjórnarmyndunartillaga

Auðvitað vonast ég til að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður af og leysist upp í skítalyktina sem leggur af honum. Framsókn er nánast horfin og Frjálslyndiflokkurinn er ekki vænlegur til samstarfs nema hann láti af rasismanum. Annars ætti ekki að þurfa þann flokk ef tillaga formanns flokksins - sem er eitt af því fáa sem lagt hefur verið til nýlega sem hefur verið vit í - um að nota tækifærið nú þegar bankarnir eru undir stjórn ríkisins og breyta kvótakerfinu - nær fram að ganga, þá er flokkurinn búinn að ná tilgangi sínum og hægt að leggja hann niður.

Ég vil helst að Vinstri græn og Samfylkingin myndi stjórn - að því tilskyldu að stóriðjuæðið sé runnið af þeim (ekkert pláss fyrir Össur í þeirri ríkisstjórn!) eða þeir leggi öll slík áform á hilluna. Um ESB stendur meira á sama; ég er sannarlega ekki hrifin af Evrópusambandinu og óttast bæði um fiskimiðin og landbúnaðinn ef við göngum í það, en þar sem íslensk stjórnvöld hafa hvorteðer afsalað sér fullveldi í hendur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (IMF) þá skiptir það litlu úr þessu (og eins og kvótakerfið er núna þá skiptir heldur ekki máli þó það væru útlendingar sem veiddu fiskinn). Ef Vinstri græn draga andstöðu sína við ESB tilbaka og sá armur Samfylkingarinnar sem er stóriðjusinnaður heldur sig til hlés, þá ættum við öll að geta verið vinir.

Efnisorð: , , , , ,