þriðjudagur, október 28, 2008

Lára bloggar betur

Nú bloggar hver sem betur getur um efnahagsástandið, jafnvel þau sem áður skrifuðu bara um hve óvær börnin séu á næturnar eða hvernig staðan sé í fótboltanum. Löngu áður en það varð nauðsynlegt fyrir okkur öll að fylgjast með þjóðmálum var Lára Hanna búin að sýna fram á einstaka hæfni í að draga fram aðalatriði hvers máls fram á greinargóðan hátt. Hún er reyndar búin að gera vídeóklipp að sérgrein sinni og á bloggi hennar má finna margar magnaðar samantektir. Þessi var reyndar búin að birtast í Kastljósi, en er haldið til haga á síðu Láru Hönnu, umhverfisverndarsinna með meiru.

Efnisorð: , , , , ,