föstudagur, október 17, 2008

Mútuþægar þjóðir eru ekki alltaf þægar

Er ljótt að skella uppúr þegar inngöngubeiðni Íslands í Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna er hafnað?

Sérstaklega í ljósi þess hve mútuferlið - ég meina viðræður við þjóðir sem hafa atkvæðisrétt - hefur verið dýrt?

Ekki það, það verður gerð önnur eins (og jafn vonlaus) tilraun síðar, og þá verður kastað meira fé í tiltækið.

Ég meina, eitthvert verða aflóga stjórnmálamenn að geta farið, sumir vilja t.d. fá að vera í útlöndum á feitum launum og því þá ekki hjá Sameinuðu þjóðunum? Fyrirhafnarlítið djobb, bara spyrja Bandaríkjamenn (eða hverja þá sem við skríðum fyrir þá stundina) hvernig eigi að kjósa um mikilvæg málefni og taka þá alltaf undir að þeir megi ráðast inn í hin og þessi ríki.

Gengur bara betur næst.

Efnisorð: