Varaforsetaefni Repúblikana
Það ætti að vera fagnaðarefni að kona sé varaforsetaefni í Bandaríkjunum. Fyrir margar konur er það eflaust hvati til að drífa sig á kjörstað í nóvember og kjósa McCain. Hún er líka að mörgu leyti jákvæð fyrirmynd: hefur sjálf komist áfram (ekki vegna ættarauðs eða tengsla við frægt fólk), hefur barist gegn spillingu í stjórnkerfinu og orðið ríkisstjóri rétt rúmlega fertug. Nú er hún 44 ára og á fimm börn, það yngsta fætt á þessu ári, það elsta á leiðinni til Írak að berjast (öfugt við syni og dætur annarra ráðamanna sem eru yfirleitt fjarri vígstöðvum, sbr. Bush forseti á yngri árum). Og eflaust er mjög snjallt af McCain að tefla henni fram, nú þegar Barak Obama hefur valið sér gamlan hvítan skúnk sem sitt varaforsetaefni, í stað Hillary Clinton, sem auðvitað átti að verða forseti en að minnsta kosti varaforseti. Og fyrir þær konur sem vilja sjá konur í æðstu embættum (ef McCain þryti örendið í embætti yrði Sarah Palin forseti Bandaríkjanna) eru þetta góð tíðindi.
En ekki eru allar konur eins. Hvorki frambjóðendur eða kjósendur. Ég á ekki von á að bandarískir feministar muni kjósa McCain bara vegna þess að varaforsetaefnið er kona. Því Sarah Palin er félagi í NRA (samtökum byssueigenda) - þessum sem finnst sniðugt að kennarar í Texas mæti vopnaðir í vinnuna - er á móti hjónaböndum samkynhneigðra og hún er heiftarlega á móti fóstureyðingum, en þær eru enn hitamál í Bandaríkjunum og ekkert grín að hafa fólk við stjórnvöld sem er á móti þeim.
Þannig að enda þótt Sarah Palin virki á margan hátt ægilega fínn feministi (mig grunar að hún skilgreini sig ekki sem feminista) og frábær fyrirmynd fyrir konur - þá hefur skoðanir sem samrýmast engan vegin málefnum sem teljast feminísk. Þannig að þetta útspil McCain, sem eflaust hefur ætlað að hirða atkvæði þeirra kvenna sem urðu sárar yfir því að Hillary Clinton var hafnað, gæti fallið um sjálft sig, því Sarah Palin höfðar allsekki til þeirra. Samt væri auðvitað kúl ef hún yrði varaforseti, svona til þess að brjóta þó þann múr.
En mikið voðalegt fífl er Barak Obama að hafa ekki fengið Hillary með sér og Demókratar almennt að hafa ekki valið hana sem forsetaefni.
En ekki eru allar konur eins. Hvorki frambjóðendur eða kjósendur. Ég á ekki von á að bandarískir feministar muni kjósa McCain bara vegna þess að varaforsetaefnið er kona. Því Sarah Palin er félagi í NRA (samtökum byssueigenda) - þessum sem finnst sniðugt að kennarar í Texas mæti vopnaðir í vinnuna - er á móti hjónaböndum samkynhneigðra og hún er heiftarlega á móti fóstureyðingum, en þær eru enn hitamál í Bandaríkjunum og ekkert grín að hafa fólk við stjórnvöld sem er á móti þeim.
Þannig að enda þótt Sarah Palin virki á margan hátt ægilega fínn feministi (mig grunar að hún skilgreini sig ekki sem feminista) og frábær fyrirmynd fyrir konur - þá hefur skoðanir sem samrýmast engan vegin málefnum sem teljast feminísk. Þannig að þetta útspil McCain, sem eflaust hefur ætlað að hirða atkvæði þeirra kvenna sem urðu sárar yfir því að Hillary Clinton var hafnað, gæti fallið um sjálft sig, því Sarah Palin höfðar allsekki til þeirra. Samt væri auðvitað kúl ef hún yrði varaforseti, svona til þess að brjóta þó þann múr.
En mikið voðalegt fífl er Barak Obama að hafa ekki fengið Hillary með sér og Demókratar almennt að hafa ekki valið hana sem forsetaefni.
Efnisorð: feminismi, fóstureyðingar
<< Home